fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 09:00

Dóttir Kristínar er ókennileg á myndinni en greinilega sést að skráman eftir hundinn er rétt fyrir neðan augað. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að hræðilegur atburður yrði í húsagarði í Innri Njarðvík á sunnudag. Kátur, stór hvolpur, líklega af tegundinni Labrador, óð þá inn í húsagarð þar sem tvær litlar stelpur voru að leik, tveggja og fimm ára, og klóraði þær báðar.

Kona hafði gengið þar hjá með tvo hunda í mjög löngum taumi. Stelpurnar eru hrifnar af hundum og sú eldri gekk í áttina að hundunum, án þess þó að fara úr garðinum. Skipti þá engum togum að minni hundurinn óð inn í garðinn og réðst á börnin með fyrrgreindum hætti.

Móðir stúlknanna, Kristín Karlsdóttir, lýsir atvikinu svo í íbúahópi á Facebook:

„Ég er ný hér frá Grindavík. Ég vildi bara vekja athygli á því hvað gerðist í gær í garðinum hjá mér hérna í Innri Njarðvík. Í von um að þetta gerist ekki aftur. Dóttir mín (næstum 2 ára) var klóruð eða bitin af hundi sem kom inní garðinn okkar. Með sár undir auga (sjá mynd). Þannig er það að hún var að leika útí garði með eldri systur sinni 5 ára og það kemur kona sem talar bjagaða íslensku með 2 hunda (held labrador), annar ljós fullorðinn og hinn dökkbrúnn augljóslega hvolpur. Stelpurnar mínar eru mjög heillaðar af hundum og labba í áttina að þeim þar sem þeir ganga með eiganda sínum. Böndin voru neon gul eða græn. Hundarnir aða inní garðinn og hvolpurinn hoppar uppá yngri dóttir mína og klórar eða bítur. Konan með hundana dró þá ekki til sín og var með í löngu bandi. Stelpan mín datt aftur fyrir sig og varð mikið skelkuð eftir þessa árás. Þegar ég kom að henni var hún hágrátandi með sár undir auga. Eldri dóttir mín virðist líka hafað fengið einhverja rispu eftir þetta líka. Þegar ég kom að sagði ég við konuna að hundarnir hefðu aldrei átt að koma inní garðinn heldur labba með henni á gangstétinni. Þá sagði hún að stelpan mín hefði komið að þeim. Meðan ég reyni að hugsa um stelpuna mína þá labbaði konan fljótt í burtu. Ekkert “er allt í lagi með hana” eða “fyrirgefðu”. Stelpurnar mínar voru báðar inní garðinum okkar.

Ég vildi bara vekja athygli á þessu því það er greinilegt að börnin manns eru ekki alveg óhult í sínum eigin garði.“

Ósátt við framkomu eiganda hundanna

„Það munaði ekki nema svona hálfum sentimetra að hann færi í augað á henni,“ segir Kristín í samtali við DV. Hún er ósátt við framgöngu konunnar sem var með hundana. „Hún var ekkert að athuga með hana, sagði bara að stelpurnar hefðu labbað í átt að hundunum en þær voru ennþá í garðinum. Svo fór hún bara burtu og ég náði ekki að tala við hana. Þetta gerðist hratt og ég var í sjokki, ég áttaði mig á því eftir á að ég hefði átt að reyna að fá nafn hjá henni eða einhverjar upplýsingar.“ – Kristín veltir því fyrir sér að kæra atvikið til MAST en telur þó að það sé vandkvæðum bundið þar sem hún veit ekki hver eigandi hundanna er.

Hún segir að báðar stúlkurnar hafi legið grátandi í garðinum þegar hún kom að þeim. „Sú litla sagði hundur bíta en eldri stelpan sagði að hann hefði klórað þær.“ Kristín sá ekki atvikið sjálf en álítur að hundurinn hafi klórað stelpurnar, ekki bitið. Hann hafi verið mjög æstur eins og hvolpar eru oft.

Ljóst er að stúlkan slasaðist ekki alvarlega en Kristín vill ekki hugsa til þess ef hundurinn hefði klórað í auga hennar. Henni finnst afar skrýtið að konan hafi haft svona langan taum á dýrunum og þar með er lítil vörn í því að hafa þá í ól, þetta jafnist næstum því á við að láta hundana ganga lausa.

Kristín segir að dóttir sín sé í sjálfu sér líkamlega heil eftir atvikið en hún hafi grátið og orðið mjög hvekkt. Eldri stelpan hafi hins vegar verið með hugann við að passa systur sína og hlúa að henni. „Ég vona bara að hún verði ekki hrædd við hunda eftir þetta, það vil ég ekki. Þær hafa báðar verið mjög hrifnar af hundum og ég hef alltaf passað að spyrja eiganda um leyfi en þær fá að klappa hundum sem við þekkjum ekki. Maður veit aldrei með hunda.“

Hún er hissa á framkomu hundaeigandans: „Hún spurði ekki hvort þær væru ómeiddar né baðst afsökunar, heldur fór bara burtu. Mér finnst mikilvægt að segja frá þessu og ég birti þetta á síðunni svo fólk viti að þetta er að gerast. Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn né nokkurn yfirleitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vafasama aðila hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum Alþingi

Segir vafasama aðila hafa fengið ríkisborgararétt í gegnum Alþingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“

Stuðningsmenn Njarðvíkur sagðir hafa brotið fjölda sæta á heimavelli Vals – „Íþróttir kalla fram tilfinningar í fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar

Ellefu hljóta myndarlegan styrk upp á 3,5 milljónir króna frá stofnun Leifs Eiríkssonar