fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sólborg segist hafa verið þremur sekúndum frá því að fá rútuna framan á bílinn sinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir segist hafa verið þremur sekúndum frá því að fá rútu framan á bíl sinn þegar rútunni var ekið á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut í gær.

Myndband af athæfi rútubílstjórans hefur vakið mikla reiði í samfélaginu en ljóst er að litlu mátti muna að stórslys yrði. Ef marka má myndbönd af atvikinu sveigði ökumaður rútunnar framhjá vegriði rétt við álverið í Straumsvík og ók á öfugum vegarhelmingi á móti aðvífandi umferð. Þurftu ökumenn að hafa hraðar hendur og sveigja frá til að forðast slysi.

Sólborg skrifaði færslu í Facebook-hópinn Stopp, hingað og ekki lengra! í gærkvöldi en hópurinn berst fyrir því að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar vegna tíðra slysa á brautinni síðustu ár.

Í færslu sinni skrifaði Sólborg:

„Það munaði sirka 3 sekúndum að ég hefði fengið þessa rútu framan á bílinn minn í dag. Að þessi vegur sé ekki tvöfaldur alla leið hefur kostað svo sorglega mörg líf. Það er ekki boðlegt að svona aðstæður geti skapast á jafn fjölförnum vegi. Hvað þurfa margir að deyja til viðbótar áður en Reykjanesbrautin verður kláruð?“

Sólborg ræddi svo málið við Vísi í gærkvöldi.

„Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá,“ sagði Sólborg við Vísi en mbl.is vakti fyrst athygli á myndbandinu.

Mikil reiði er á samfélagsmiðlum vegna atviksins og hafa margir kallað eftir því að ökumaðurinn verði sviptur ökuréttindum undir eins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu