fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Íri gekk berserksgang á Reykjanesbraut

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 12:30

Frá Reykjanesbraut. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem er írskur ríkisborgari hefur verið ákærður fyrir líkamsárás í vegkanti á Reykjanesbraut í janúar 2024. Þolandinn, sem er karlmaður, hlaut rifbrot í árásinni.

Írinn er á fimmtugsaldri og með íslenska kennitölu en tekið er sérstaklega fram að hann sé með írskt ríkisfang. Hann er sagður vera með ótilgreint heimilisfang og þar af leiðandi hefur væntanlega ekki tekist að birta honum ákæruna í eigin persónu og því farin sú leið að birta hana í Lögbirtingablaðinu.

Samkvæmt ákærunni var árásin framin í janúar 2024 í vegkanti á Reykjanesbraut, í Vatnsleysustrandarhreppi en þar er væntanlega átt við Sveitarfélagið Voga eins og það heitir í dag.

Þolandinn er einnig karlkyns af erlendum uppruna og á svipuðum aldri og Írinn. Þolandinn er einnig með íslenska kennitölu en ekki er tekið fram að hann sé með ríkisfang í öðru ríki og því líklegt að hann sé íslenskur ríkisborgari. Samkvæmt ákærunni ýtti Írinn þolandanum með þeim afleiðingum að þolandinn féll í jörðina og sá írski lenti ofan á honum. Voru afleiðingarnar þær að þolandinn rifbrotnaði og buxur hans rifnuðu.

Þess er krafist í ákæru að Írinn verði dæmdur til refsingar og þar að auki krefst þolandinn 500.000 króna í miskabætur og 20.000 króna fyrir ónýtu buxurnar.

Skorað er á Írann að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness þegar málið verður tekið þar fyrir í september næstkomandi. Geri hann það ekki má búast við því að það verði metið sem ígildi játningar. Hvort að Írinn mætir á hins vegar eftir að koma í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Í gær

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum