Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
FókusEinstaklingur birtir myndband í Reddit-færslu, sem tekið er á akstri viðkomandi um höfuðborgarsvæðið. Viðkomandi segist hafa verið að leita að norðurljósum en í myndbandinu sést hins vegar nokkuð furðulegt og mun sjaldgæfara en norðurljós. Í myndbandinu sést einstaklingur ganga á gangstétt íklæddur búningi og veifandi geislasverði eins og því sem er eitt helsta einkenni Stjörnustríðskvikmyndanna Lesa meira
Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
EyjanÍslenskir stjórnmálaleiðtogar standa frammi fyrir því hvort þeir ætli að stofna efnahagslegri framtíð þjóðarinnar í hættu með því að sitja hjá meðan Noregur sækir um aðild að Evrópusambandinu eða hvort þeir sýni þjóðinni það traust að leyfa henni að ráða eigin framtíð. Margt bendir nú til þess að EES heyri senn sögunni til, enda eru Lesa meira
Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanArnar Þór Jónsson formaður og frambjóðandi Lýðræðisflokksins ræðir það í nýlegu myndbandi á TikTok síðu flokksins hvað hann myndi gera ef hann væri Donald Trump sem tekur á ný við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Arnar Þór leggur mikla áherslu á að það sé óráðlegt fyrir Íslendinga að tala illa opinberlega um Donald Trump Lesa meira
Hverju skyldu útlendingar eiga bágt með að trúa um Ísland?
FókusNýlega varpaði Íslendingur fram þeirri spurningu til landa sinna á samfélagsmiðlinum Reddit hvaða staðreyndir um Ísland hljómi eins og algjört bull í eyrum útlendinga. Óhætt er að segja að færslan hafi fengið mikil viðbrögð og svörin eru eins fjölbreytileg og þau eru mörg og vegna fjöldans er hér aðeins hægt að taka nokkur dæmi. Einn Lesa meira
Guðrún minnir lækna á að alnæmi sé ekki dautt úr öllum æðum – Marga mánuði tók að greina það hjá tveimur íslenskum konum
FréttirGuðrún Aspelund sóttvarnalæknir ritar pistil í nýjasta tölublað Læknablaðsins. Í pistlinum er heilbrigðisstarfsfólk og einkum læknar hvatt eindregið til þess að vera betur vakandi fyrir greiningu á HIV-smitum en tilefni pistilsins er fræðigrein í sama blaði um tilfelli tveggja íslenskra kvenna sem greindust nýlega með alnæmi í kjölfar þess að þær smituðust af HIV. Margra Lesa meira
Eru íslenskir ökumenn dónalegir í umferðinni?
FókusTalsverð umræða hefur skapast meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit um meintan dónaskap íslenskra ökumanna í umferðinni. Flestir sem taka þátt í umræðunni taka undir að hegðun íslenskra ökumanna í umferðinni sé oft á tíðum ábótavant. Sumir játa meira að segja að vera ekki alsaklausir í þessum efnum. Upphafsmaður umræðunnar vildi fá svör við nokkrum spurningum Lesa meira
Bandaríkjamaður segir landa sína ræða þann möguleika að þurfa mögulega að óska eftir hæli á Íslandi
FréttirBandaríkjamaður varpar fram fyrirspurn til Íslendinga á Reddit. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fram kemur í spurningunni að viðkomandi hafi orðið var við umræðu meðal landa sinna að ef að allsherjar upplausn skapast í bandarísku þjóðfélagi geti mögulega verið góð hugmynd að flýja til Íslands og óska eftir hæli Lesa meira
Zelenskyy kemur til Íslands
FréttirÍ tilkynningu frá Norðurlandaráði kemur fram að forseti Úkraínu Volodymyr Zelenskyy sé væntanlegur til Íslands. Forsetinn mun ávarpa þingfulltrúa Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins í Reykjavík 29. október. Meginþemað á Norðurlandaráðsþingi í ár er „Friður og öryggi á norðurslóðum“. Einnig segir í tilkynningunni að Zelenskyy muni í heimsókn sinni til Íslands einnig hitta þá Lesa meira
Íslendingar ræða ofbeldisölduna sem ríður yfir landið – „Hver andskotinn er í gangi“
FréttirUmræða fer nú fram meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit um þá hrinu ofbeldisverka sem skollið hefur á landinu að undanförnu. Sitt sýnist hverjum. Sumir vísa til erfiðs ástands geðheilbrigðismála, aðrir til efnahagsástandsins en sumir segja slíkar skýringar fela í sér of mikla meðvirkni með gerendum. Íslendingar hafa rætt víðar en á Reddit um vaxandi tíðni Lesa meira
Lögreglan segir auðvelt fyrir eftirlýsta menn að leynast á Íslandi
FréttirÍ Landsrétti var kveðinn upp fyrr í dag gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manni sem til stendur að framselja til Slóvakíu vegna dóms sem hann hlaut þar í landi. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu en í þeim úrskurði vekur sérstaka athygli að í röksemdafærslu embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, fyrir nauðsyn þess að úrskurða manninn í gæsluvarðhald, Lesa meira