fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Leggur til að Ísland falbjóði sig Trump

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 11:30

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið rætt meira undanfarið en yfirlýstan áhuga Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir 12 daga, á að Bandaríkin kaupi Grænland. Í gær gekk hann síðan skrefinu lengra og hótaði að beita hervaldi til að komast yfir eyjuna gríðarstóru. Ummælin hafa vakið mikinn skjálfta meðal Dana, sem Grænland hefur heyrt undir í árhundruði, en Grænlendingar leggja áherslu á að þeir ráði örlögum sínum sjálfir og það hefur forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, tekið undir. Íslenskum útvarpsmanni líst hins vegar vel á hugmyndir Trump um landakaup og leggur til að Ísland bjóði sig Bandaríkjunum til kaups.

Þarna er á ferðinni Jón Axel Ólafsson sem hefur starfað í útvarpi hér á landi í nokkra áratugi. Jón Axel starfar nú hjá útvarpsstöðinni K100, sem er í eigu Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins, en hann er einn umsjónarmanna síðdegisþáttarins Skemmtilegri leiðin heim. Jón Axel skrifar á bandaríska samfélagsmiðilinn Facebook:

„Spurning að leita eftir tilboði? Við fengjum græna kortið, dollara og meira af country tónlist.“

Færslan fær góðar undirtektir í athugasemdum:

„NKL og ekkert vesen og verðbólga.“

„Ódýrara bensín og stærri bíla.“

Í einni athugasemd er minnt á þá staðreynd að á sjöunda áratug 19. aldar höfðu bandarísk stjórnvöld mikinn áhuga á að kaupa bæði Grænland og Ísland en gerðu aldrei lokatilboð.

Síðan þá hafa Bandaríkin ekki sýnt því áhuga á að kaupa Ísland en horfðu hýru auga til Grænlands árin 1910, 1946, 2019 og svo í fimmta sinn núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“