fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Þrjóska Úlfgríms bjargaði Margréti úr eldsvoðanum í gær

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 12:30

Margrét og Úlfgrímur Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kviknaði á neðri hæð íbúðarhús að Amtmannsstíg 6 í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun, en tilkynning barst til slökkviliðs um klukkan hálfátta. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn og 3-4 sjúkrabílar.

Karlmaður á sjötugsaldri lést í brunanum, en aðrir íbúar komust út af sjálfsdáðum, karlmaður á neðri hæð hússins og kona með hund á efri hæð. Samkvæmt Guðjóni Guðjónssyni, aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er íbúðin á neðri hæð ónýt en ekki sjáanlegar skemmdir í öðrum hlutum hússins.

Sjá einnig: Íslensk blúsgoðsögn lést í brunanum við Amtmannsstíg

Margrét Víkingsdóttir er konan á efri hæðinni, þar sem hún hefur verið búsett í 23 ár. Í viðtali við Vísi þakkar hún átta ára gamla Schäfer-hundinum sínum, sem svarar nafninu Úlfgrímur Lokason, fyrir þrjósku hans og að draga hana úr rúminu fyrir klukkan átta að morgni, en Margrét var sofandi þegar eldurinn kviknaði á neðri hæðinni. 

„Ég er ekki að vakna hálf átta, alls ekki. Ef hundurinn er eitthvað að gramsa í mér á morgnana þá þagga ég niður í honum og þá leggst hann yfirleitt á hina hliðina. En þarna var hann ansi ákveðinn við mig. Svo hann bjargaði mér allavega frá reykeitrun,“

Margrét segist hafa fundið óeðlilega lykt og fyrst fundist eins og einhver væri að grilla úti eða að mögulega væri um sinubruna að ræða.

Þegar hún opnaði dyrnar fram á stigagang heyrði hún einhvern banka á hurðina. Þar stóðu kennarar við Menntaskólann í Reykjavík sem höfðu séð svartan reyk koma út úr íbúðinni fyrir neðan og skipuðu Margréti að koma sér út. Eldurinn barst aldrei upp í íbúð Margrétar og segist hún hafa gengið um íbúðina og lokað öllum dyrum og gluggum áður en hún gekk út. Hún greip ekkert með sér nema símann svo hún gæti hringt eftir aðstoð. Margrét byrjaði að sparka eins og hún gat í hurðina hjá nágrannanum á neðri hæðinni og hrópa í von um að vekja hann en fékk engin viðbrögð. Nágranni hennar var síðar fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Þakklát nágrönnum sínum í MR

Margrét fékk húsaskjól, fatnað, kaffi og bakkelsi hjá kennurum MR og segist hún þakklát fyrir náungakærleikann. „Þau voru alveg dásamleg.“

Margrét gagnrýnir að það sé ekkert sem grípi fólk sem lendir í áfalli sem þessu og enginn hafi haft samband við hana til að upplýsa hana um aðstoð og næstu skref.

„Það á bara að vera manneskja sem segir þér frá A til Ö hvað tekur við. Af því ég veit ekkert hvað tekur við. Það vantar einhvers konar upplýsingar fyrir fólk.“

Viðtalið við Margréti má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Í gær

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi

Maður hátt á sjötugsaldri dæmdur í 20 mánaða fangelsi
Fréttir
Í gær

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“

Guðbjörn um dóminn yfir Albert – „Sæti fótboltastrákurinn er enn þarna úti og sennilega enn nauðgandi“
Fréttir
Í gær

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“

Minnist banaslyssins í Breiðamerkurjökli og hraunar yfir ferðaþjónustufyrirtæki – „Margur verður af aurum api“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram

Stefán skiptir um skoðun og vill vera áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband

Fréttamaður fékk fljúgandi rusl í andlitið – Áhorfendur CNN mjög áhyggjufullir | Myndband