Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að atburðarásin, sem fór af stað á laugardaginn, hafi verið mjög lík því sem gerðist í gosunum við Grindavík nema hvað aflögunarmerkin voru veikari.
Kvikumagnið við Svartsengi hafi verið orðið svipað og talið er að hafi hlaupið úr kvikuhólfinu í gosinu 8. febrúar . Skjálftahrina hafi farið af stað en það sé einkenni þess að kvika sé á hreyfingu neðanjarðar.
Hvað varðar hvort það komi nýtt hlaup á næstu dögum eða hvort kvikan úr hlaupinu á laugardaginn nái að komast upp á yfirborðið segir Benedikt að báðir möguleikar komi til greina en fyrri möguleikinn sé það sem við höfum vanist að undanförnu en síðari möguleikanum svipi til gosanna í Fagradalsfjalli.