fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Benedikt útilokar ekki að kvikan nái að brjótast upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikuhlaup átti sér stað á Reykjanesskaga á laugardaginn og voru Grindavíkurbær og Svartsengi rýmd vegna þess. Það fór þó svo að ekki braust út gos og gat fólk því varpað öndinni léttar. Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja nákvæmlega fyrir um hvaða sviðsmynd muni verða ofan á á næstu dögum og hvort það gjósi eða ekki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að atburðarásin, sem fór af stað á laugardaginn, hafi verið mjög lík því sem gerðist í gosunum við Grindavík nema hvað aflögunarmerkin voru veikari.

Kvikumagnið við Svartsengi hafi verið orðið svipað og talið er að hafi hlaupið úr kvikuhólfinu í gosinu 8. febrúar . Skjálftahrina hafi farið af stað en það sé einkenni þess að kvika sé á hreyfingu neðanjarðar.

Hvað varðar hvort það komi nýtt hlaup á næstu dögum eða hvort kvikan úr hlaupinu á laugardaginn nái að komast upp á yfirborðið segir Benedikt að báðir möguleikar komi til greina en fyrri möguleikinn sé það sem við höfum vanist að undanförnu en síðari möguleikanum svipi til gosanna í Fagradalsfjalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“