fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sýna samhug í verki og setja af stað söfnun fyrir börn Lúðvíks

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. janúar 2024 17:30

Lúðvík Pétursson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Pétursson var einn að störfum á vettvangi í Grindavík þann 10. janúar síðastliðinn þegar hann hvarf ofan í sprungu og bar tveggja daga leit að honum engan árangur. 

Lúðvík var fæddur 22. ágúst 1973 og skildi hann eftir sig fjögur börn, unnustu, tvö stjúpbörn og tvö barnabörn.

Íbúar í Grindavík hafa ákveðið að sýna samhug sinn í verki og hafa sett af stað söfnun fyrir börn Lúðvíks.

„Við íbúar í Grindavík ætlum að sýna samhug í verki og setja af stað söfnun fyrir börn Lúðvíks Péturssonar sem saknað er síðan 10. janúar er hann féll ofan í sprungu í Grindavík. Margt smátt gerir eitt stórt. Peningurinn sem safnast rennur beint til barna hans. Mér þætti vænt um að þið öll mynduð hjálpa við að deila þessu, til að láta alla vita af þessari söfnun. Það hefur verið opnaður bankareikningur fyrir söfnunina og má finna hann hér fyrir neðan,“ segir í færslu á Facebook.

Reikningurinn er á nafni og kennitölu Ástu Kristínar, dóttur Lúðvíks. Þeir sem vilja styrkja og hafa tök á geta lagt inn á neðangreindan reikning:

Kennitala: 090499-2039
Reikningur: 0123-15-119662 

Í Heimildinni sem kom út í dag kemur fram að aðstandendur Lúðvíks kalla eftir því að aðdragandi slyssins og aðstæður á vettvangi verði rannsakaðar.

Sjá einnig: Vilja rannsókn á hvarfi Lúðvíks 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur