fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sakar fjölmiðla um persónuárásir á Tómas Guðbjartsson lækni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. janúar 2024 16:00

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fréttaflutningur síðustu daga hefur verið óvenju óskammfeilin persónuárás með ónefndum heimildarmönnum og gróusögum og ýjað hefður verið að því að staða Tómasar á LSH væri ótrygg, þótt ekkert sé í reynd hæft í slíkum aðdróttunum,“ segir Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, í aðsendri grein á Vísir.is.

Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá því að Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, sé kominn í leyfi frá Landspítalanum og mál hans séu til athugunar. Sagt hefur verið að ástæðan fyrir leyfinu sé plastbarkamálið svonefnda og að staða Tómasar sé í hættu vegna málsins. Magnús segir í grein sinni að þetta sé rangt.

Tómas Guðbjartsson vann undir stjórn ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini, ítalsks skurðlæknis, við plastbarkaígræðslur í sjúklinga sem létust vegna aðgerðanna, sem voru framkvæmdar á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í ljós kom að engar raunverulegar rannsóknir höfðu verið gerðar á aðferðinni fyrir aðgerðirnar. Macchiarini hefur verið sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás.

Fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, var sjúklingur Tómasar og lést eftir sína aðgerð árið 2014. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam, hefur sent Landspítalanum kröfubréf fyrir hönd hans og krafist skaðabóta. Magnús Karl gagnrýnir framgöngu lögmannsins og segir:

„Þá hefur lögmaður sem vinnur að málinu fyrir ekkju Andermarians og fréttamaður RÚV gefið í skyn í spjalli við kollega sinn á Rás 1 að dómur yfir Macchiarini eigi að leiða til þess að aðrir sem að aðgerðinni komu eigi að sæta lögreglurannsókn. Þetta lýsir annaðhvort saknæmum aðdróttunum þessara aðila eða fullkomnu skilningsleysi á réttarkerfinu. Dómur hefur fallið í þessu máli og hann féll að lokinni viðamikilli lögreglurannsókn í því landi þar sem brotin voru framin. Rannsóknin á málinu var til þess gerð að finna alla þá er hugsanlega eiga þar sök til að ákveða hverjir verði sakborningar og hverjir ekki. Að halda því fram að sá dómur þýði að aðrir sem þar voru til rannsóknar eigi nú að vera sakborningar í málinu hér á landi er hættuleg túlkun á því hvernig dómskerfið á að virka. Ég tel að fréttamaður sem verður uppvís að slíkum skilningi á dómskerfinu ætti að draga orð sín til baka. Á lögmönnum sem hafa þennan skilning á réttarkerfinu hef ég lítið álit og er væntanlega ekki einn um þá skoðun.“

Magnús segir ennfremur:

„Ég hef til þessa haldið aftur af mér að tjá mig um barkamálið enda nátengdur Tómasi Guðbjartssyni, við bæði góðir vinir og kollegar. Nú get ég ekki lengur setið undir þeim farsakennda fréttaflutningi sem hefur verið á borð borinn á síðustu vikum. Málið er grafalvarlegt, eitt versta hneyksli læknavísinda á síðustu árum. Ljóst er að framin hafa verið brot og nú liggur fyrir nýlegur dómur yfir megin sökudólgnum Paolo Macchiarini. Alvarleiki brotanna er slíkur að fjölmiðlafólk þarf að vanda til fréttaflutnings þegar kemur að ásökunum. Fyrir liggja vandaðar skýrslur, bæði hér á landi og í Svíþjóð. Einnig hefur farið fram ítarleg lögreglurannsókn, málshöfðun og dómur sem ekki verður áfrýjað er fallinn í Svíþjóð. Að mínu mati er stóri óuppgerði þátturinn í þessu máli bætur til aðstandandenda þess sjúklings sem hér um ræðir. Það er löngu tímabært að slíkar bætur verði greiddar og af þeim aðilum sem bera meginábyrgð í málinu.“

Magnús rekur síðan í nokkuð ítarlegu máli það sem hann segir vera lykilatriði í plastbarkamálinu. Þar segir hann meðal annars að engar vísbendingar séu um að Íslendingar hafi haft nokkra vitneskju um að brögð hafi verið í tafli í meðferð Andemariam plastbarkaþega. Hann segir Andemariam hafa verið með illvígt krabbamein þar sem engar hefðbundnar lækningameðferðir hafi verið í boði þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir áliti til bestu sjúkrahúsa vestan hafs og austan. Þá segir hann að eitt mesta hneykslið í plastbarkamálinu hafi verið það að eftirlitskerfið hafi brugðist.

Sjá nánar á Vísir.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks