fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Minnist Sofiu systur sinnar sem lést á Selfossi – „Ósættanleg tilfinning situr í hjarta okkar að vita að þú sért farin“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2023 22:36

Sofia Sarmite Kolesnikova

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú hvernig andlát ungrar konu bar að á fimmtudag í síðustu viku. Konan fannst látin í heimahúsi, en stjúpbræður á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi til 5. maí vegna rannsóknar málsins.

„Ósættanleg tilfinning situr í hjarta okkar að vita að þú sért farin elsku litla systir mín,“ segir Valda Nicola eldri systir Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem er unga stúlkan sem lést á Selfossi.

Í færslu sem Valda skrifar á Facebook og hún gaf DV leyfi til að deila segir hún að fjölskylda Sofiu hafi á fimmtudag fengið þær fréttir að hún væri látin, fjölskyldan viti ekki atvik en treysti lögreglunni fyrir rannsókn málsins.

„Ég er þakklát fyrir hverja mínútu með þér elsku litla systir mín og vinkona frá fæðingardegi þínum árið 1994. Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna  í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði.  Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára. Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum,“  segir Valda.

Systurnar Sofia og Valda saman á góðri stundu

Í samtali við blaðamann DV segir Valda: „Fólk er mikið farið að tala um og giska að hún hafi verið einhverskonar fíkill og það er eins fjarlægt sannleikanum og hægt er og við viljum að fólk viti það.“ 

Valda fer hlýjum orðum um yngri systur sína og segir hana hafa verið þá „sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý. Ég vildi að ég hefði talað meira við þig og ég hlakkaði svo mikið til þegar þú sagðir mér að þú vildir flytja til Selfoss.  Ég hlakkaði til að passa börnin sem þú vildir. Þú hefur gert kraftaverk á himni síðan þú lést, allt Ísland var að taka mynd af þessu á föstudaginn,“ segir Valda og vísar þar til fallegs sólarlags á föstudag.

„Takk fyrir að setja sæng á mig og takk fyrir lagið sem þú settir á til að láta okkur vita að þú sért hjá Guði núna. Þér er velkomið að heimsækja okkur eins mikið og þú vilt eins og alltaf. Ég mun aldrei gleyma öllu sem þú kenndir mér og ég lofa að hafa alltaf sólarvörn á mér. Í minningu um Sofia Sarmite Kolesnikova.“ 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“