Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Unnsteini Jóhannssyni, verkefnisstjóra hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, að reikna megi með að fjöldinn sé mun meiri.
Í síðustu viku gerði Velferðarvaktin rannsókn á skólaforðun árið 2019 og sýndu niðurstöður hennar að 2,2% íslenskra barna þjást af skólaforðun. Þau treysta sér ekki til að mæta í skólann og eru ástæðurnar margvíslegar.
Guðrún Erla Hilmarsdóttir, verkefnisstjóri hjá BUGL, benti á að hugsanlega hafi börn einangrast enn frekar á tímum heimsfaraldursins „og dvelji því í sínum geðröskunum heima við,“ sagði hún.
Gunnsteinn sagði að skynáreiti reynist sumum erfitt. Þetta séu börn sem eiga erfitt með lykt, hávaða eða birtu og finna fyrir miklum óþægindum þegar þau mæta í skólann.
Gunnsteinn og Guðrún sögðu mikilvægt að mennta- og heilbrigðiskerfið vinni saman og grípi inn í og finni lausnir.