fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fréttir

Reiði yfir herkvaðningu – Slást og kvarta á samfélagsmiðlum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 06:06

Þessi er ekki sáttur við að hafa verið kvaddur í herinn. Mynd:Twitter / Tadeusz Giczan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur ekki gleði allra Rússa að gripið hafi verið til herkvaðningar vegna hrakfara rússneska hersins í Úkraínu. Margir eru ósáttir við þetta og aðrir eru ósáttir við að hafa nú verið kallaðir til herþjónustu.

Einn hinna ósáttu er Alexander Ermolaev, 63 ára íbúi í bænum Krasnoslobodsk, sem er nærri Volgograd. Hann er sykursjúkur og með lítið súrefnismagn í blóðinu. Hann var yfirlautinant í varaliði hersins en var kominn á eftirlaun og átti ekki von á öðru en við tækju rólegheit síðustu æviárin. En nú hafa læknar hersins sagt hann færan um að gegna herþjónustu og hann á að fara á vígvöllinn í Úkraínu. Baza skýrir frá þessu.

Hann var kallaður til herþjónustu klukkan 06 að morgni 22. september og var færður í læknisskoðun og síðan beint í þjálfunarbúðir þar sem tveggja vikna þjálfun hófst strax.

Rússneskir fjölmiðlar, sem lúta stjórn yfirvalda og teljast ekki frjálsir og óháðir, hafa verið iðnir við að flytja fréttir af löngum röðum við skráningarstofur hersins þar sem ungir karlmenn, föðurlandsvinir, sem eru sagðir reiðubúnir til að deyja fyrir ættjörðina, bíði spenntir eftir að geta skráð sig til herþjónustu. En miðað við það sem fram kemur á samfélagsmiðlum þá er staðan önnur.

Í Juzhno-Kurilsk, sem er rétt norðan við Japan, virðast menn bregðast við herkvaðningu með því að drekka sig fulla og slást. „Það eru nú þegar fregnir um slagsmál hermanna. Þeir virðast einnig dauðadrukknir,“ skrifar Kyle Glen, sem starfar við að staðfesta áreiðanleika innihalds á samfélagsmiðlum, á Twitter.

Nexta, sem er miðill sem er þekktur fyrir að vera gagnrýninn í garð rússneskra stjórnvalda, birti myndband þar sem ekki er annað að sjá en dauðadrukknir hermenn gangi að flugvél. „Hinir hugrökku verjendur Rússlands“ ákváðu að drekka sig fulla áður en þeir lögðu af stað,“ segir Nexta.

Hvítrússneski blaðamaðurinn Tadeusz Giczan birti myndband af fullum nýliðum sem virðast ekki átta sig á tilganginum. „Af hverju eigum við að fara? Hvert erum við að fara? Hver í fjandanum veit það,“ hrópar einn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu

Ekkert erlent barn hefur verið ættleitt hingað til lands á árinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn

Bandaríkin sögð íhuga að þjálfa enn fleiri úkraínska hermenn