fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fréttir

Stríðið gagnrýnt í rússnesku sjónvarpi – „Fyrirgefðu, hverju erum við að bíða eftir?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 05:35

Skriðdrekar sem Rússar skildu eftir í Kharkiv. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gangur stríðsins í Úkraínu setur mark sitt á rússneska fjölmiðla. Þeir sæta hörðum skilyrðum um hvað má segja og hvað má ekki segja og liggja þungar refsingar við brotum á þeim reglum sem ráðamenn í Kreml hafa sett til að geta stýrt fréttaflutningi til þjóðarinnar. En á sunnudaginn kom til harðra orðaskipta á sjónvarpsstöðinni NTV. Stjórnmálamaður sagði þá að Rússar ættu að reyna að semja um frið. Í kjölfarið var honum hótað.

Um pólitískan umræðuþátt var að ræða og meðal þátttakenda voru bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn á rússneska þinginu, Dúmunni. Einn af fyrrverandi þingmönnunum fékk svo sannarlega athygli áhorfenda.

Hann heitir Boris Nadezhdin og er fyrrum varaforseti Dúmunnar. Þegar umræðan barst að stöðunni í Úkraínu sagði hann að tími væri kominn til að ræða um hver hefði blekkt Vladímír Pútín, forseta, til að ráðast inn í Úkraínu.

Boris Nadezhdin

 

 

 

 

 

 

 

 

„Þeir, sem sannfærðu Pútín forseta, um að þessi sérstaka hernaðaraðgerð tæki skamman tíma og myndi ganga vel, að hún myndi ekki koma niður á almenningi og að þjóðvarðliðið í samvinnu við hermenn frá Tjétjeníu myndu koma á röð og reglu, þetta fólk blekkti okkur öll,“ sagði hann í upphafi.

Þáttastjórnandinn brást strax við þessu og spurði Nadezhdin hvort hann væri viss um að þetta fólk væri til og átti þá við fólkið sem hann hafði sagt hafa blekkt Pútín. Nadezhdin svaraði þessu að bragði: „Auðvitað, forsetinn sat ekki bara þarna og hugsaði: „Af hverju set ég ekki sérstaka hernaðaraðgerð af stað?“ sagði hann og opnaði þar með fyrir möguleikann á að staðan í Úkraínu sé ekki Pútín að kenna.

„Einhver sagði honum að Úkraínumenn myndu gefast upp, að þeir myndu flýja, að þeir myndu ganga til liðs við Rússland. Einhver hlýtur að hafa sagt honum allt þetta. Þeir sögðu þetta einnig í sjónvarpinu,“ sagði hann síðan.

En þá var komið að því að hann hleypti af alvöru lífi í umræðurnar: „Við erum komin á þann stað að það er nauðsynlegt að skilja að það er algjörlega útilokað að sigra Úkraínu með því sem við notum í stríðinu og þeim nýlendustríðsaðferðum sem við notum, það er að segja með samningsbundnum hermönnum, málaliðum og engri herkvaðningu.“

Þegar þarna var komið við sögu reyndu aðrir þátttakendur að komast að en Nadezhin hélt áfram og sagði að andspænis rússneska hernum standi her sem njóti stuðnings voldugustu ríkja heims, bæði efnahagslega og tæknilega.

Þegar þáttastjórnandinn spurði Nadezhin hvort hann vildi að gripið yrði til herkvaðningar fékk hann ekki það svar sem hann átti von á. „Ég legg til að friðarviðræður verði hafnar til að binda enda á stríðið,“ sagði hann.

Meðal annarra gesta í sjónvarpssal var Sergey Mironov, núverandi varaforseti Dúmunnar. Hann er þekktur fyrir að standa þétt við bakið á Pútín. Hann tók nú orðið og sagði að ekki verði rætt við nasistastjórn Zelenskyy, þá stjórn verði að eyðileggja.

Þá greip Nadezhdin fram í og sagði: „Annað hvort allsherjarstríð eða þá að við drögum okkur út úr þessu,“ sagði hann.

Mironov var ekki hrifinn af þessum ummælum og vitnaði í orð Pútíns sem hann sagði hafa sagt við sig að hernaðurinn væri ekki enn hafinn. „Við byrjum þegar við þurfum,“ sagði Mironov.

Sergey og Viktor þáttastjórnandi.

 

 

 

 

 

Þá greip Viktor Olevits, stjórnmálaskýrandi NTV, inn í og sagði: „Fyrirgefðu, hverju erum við að bíða eftir? Þú segir að allt gangi samkvæmt áætlun. Trúði einhver því fyrir sex mánuðum að við værum að skipuleggja brotthvarf frá Balakliya, að við myndum hrinda gagnsókn við Kharkiv? Við gátum ekki tekið Kharkiv og verðum að hörfa frá Balakliya,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gjaldþrota dyrasímar

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot

Árni Heimir biðst afsökunar – Sakaður um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns

Þriggja ára drengur reyndi að verja móður sína fyrir barsmíðum föður síns
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég neitaði aldrei að vera með grímu“

„Ég neitaði aldrei að vera með grímu“