fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024

Vladimir Pútín

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Pressan
Fyrir 2 vikum

Yfirvöld í Rússlandi hafa hótað því að svara með kjarnorkuvopnum ákveði Úkraínumenn að skjóta langdrægum eldflaugum frá Vesturlöndum á rússneska grund. Eins og greint hefur verið frá hefur Joe Biden Bandríkjaforseti heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar flaugar frá Bandaríkjunum gegn Rússlandi. Um er að ræða flaugar sem geta dregið rétt rúma 300 kílómetra og yrðu þá notaðar á hernaðarleg Lesa meira

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Pressan
Fyrir 2 vikum

Rússneskir embættismenn eru allt annað en sáttir eftir að Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, heimilaði Úkraínumönnum að nota langdrægar bandarískar eldflaugar á rússneskri grundu. Ákvörðun Bidens vekur athygli í ljósi þess að hann lætur af embætti eftir einn og hálfan mánuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til verið tregir til að veita Úkraínumönnum þessa heimild, en það sem er talið hafa auðveldað Lesa meira

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Pressan
02.11.2024

Í ágúst 2000 sökk einn stærsti kjarnorkukafbátur heims, hinn rússneski Kursk, til botns og sat þar fastur á 107 metra dýpi, á botni Barentshafs. Um borð voru 118 rússneskir sjóliðar, og létust 95 samstundis en 23 sátu dögum saman og biðu eftir björgun sem aldrei barst. Þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mætti brosandi í viðtal Lesa meira

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Hættulegt að vera vísindamaður í Rússlandi um þessar mundir

Pressan
28.10.2024

Það er ekki með öllu hættulaust að starfa sem vísindamaður í Rússlandi, sérstaklega ef viðkomandi starfar í þeim geira sem snýr að þróun á tækni sem getur gert eldflaugum kleift að ferðast á margföldum hljóðhraða. Þetta leiðir rannsókn Wall Street Journal í ljós en samkvæmt henni hafa að minnsta kosti tólf vísindamenn verið handteknir í Rússlandi síðastliðin sex ár Lesa meira

Vance segir Pútín ekki vera óvin Bandaríkjanna

Vance segir Pútín ekki vera óvin Bandaríkjanna

Eyjan
27.10.2024

Í viðtali fyrr í dag í þættinum Meet the Press á NBC sjónvarpsstöðinni neitaði J.D. Vance varaforsetaefni Donald Trump að nota orðið óvinur yfir Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Vance var hins vegar tilbúinn til að lýsa Pútín sem fjandmanni (e. adversary) og keppinauti Bandaríkjanna. Vance, sem er öldungardeildarþingmaður fyrir Ohio ríki, segir að Bandaríkjamenn verði að Lesa meira

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Pressan
10.10.2024

Bandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward, sem er þekktastur fyrir uppljóstrun sína í Watergate-málinu, hefur nú sent frá sér nýja bók þar sem hann skyggnist meðal annars á bak við tjöldin í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands vegna Úkraínustríðsins. Í bókinni kemur fram að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi íhugað alvarlega að beita kjarnavopnum í Úkraínu og bandarísk yfirvöld hefðu haft gríðarlegar áhyggjur af stöðu Lesa meira

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun

Fréttir
04.08.2024

Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi sökkt kafbátnum Rostov on Don sem lá í höfn við Sevastopol á Krímskaga. Ef fregnirnar reynast réttar er um mikið áfall fyrir Rússa að ræða sem hafa, samkvæmt fullyrðingum Úkraínumanna, misst um þriðjung Svartahafsflota síns síðan stríðsátökin byrjuðu fyrir meira en tveimur árum. Kafbáturinn, sem byggður var árið 2014 og Lesa meira

Pútín eykur öryggisgæsluna sem var brjálæðislega mikil fyrir

Pútín eykur öryggisgæsluna sem var brjálæðislega mikil fyrir

Pressan
06.06.2024

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að hljóta sömu örlög og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Pútín hefur aukið talsvert við öryggisgæslu sína á undanförnum mánuðum af ótta við af að honum verði sýnt banatilræði. Frá þessu greinir Moscow Times og hefur eftir ónafngreindum rússneskum embættismanni að Pútín sé farinn að klæðast skotheldu vesti á almannafæri. Robert Fico var stunginn um miðjan maí síðastliðinn og Shinzo Abe var skotinn til bana Lesa meira

Íslendingar bregðast við dauða Navalny: „Sorgardagur fyrir mannkynið“

Íslendingar bregðast við dauða Navalny: „Sorgardagur fyrir mannkynið“

Fréttir
16.02.2024

Óhætt er að segja að fregnir af dauða rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hafi vakið hörð viðbrögð úti í heimi og eins hér á landi. Navalny var harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hafði hann gagnrýnt stjórnarhætti hans ítrekað. Stuðningsmenn hans munu vafalítið beina spjótum sínum að Pútín og rússneskum yfirvöldum í kjölfar andlátsins. Navalny afplánaði fangelsisdóm Lesa meira

Nýtt myndband á sveimi í Rússlandi – „Stöðvið stríðið. Ekki kjósa Pútín.“

Nýtt myndband á sveimi í Rússlandi – „Stöðvið stríðið. Ekki kjósa Pútín.“

Fréttir
18.01.2024

Eins og DV greindi frá í morgun eru vísbendingar um að þreytu sé farið að gæta hjá rússnesku þjóðinni vegna stríðsreksturs landsins gegn Úkraínu sem staðið hefur yfir í tvö ár. Sjá einnig: Vaxandi stríðsþreyta meðal Rússa Sænska ríkissjónvarpið, SVT, hefur greint frá því að nýtt myndband sé í dreifingu í Rússlandi á samfélagsmiðlinum Telegram. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af