fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Segir að sigurinn í Kharkiv sé aðeins fyrsti hluti af snjallri hernaðaráætlun – Gæti verið upphafið að endinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 07:07

Ónýtur rússneskur herbíll í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um helgina áttu sögulegir atburðir sér stað á úkraínskum vígvöllum. Á fjórum dögum náðu Úkraínumenn næstum öllu Kharkiv-héraðinu í austurhluta landsins á sitt vald. Samkvæmt síðustu tilkynningum frá Úkraínumönnum hafa þeir endurheimt um 6.000 ferkílómetra landsvæði. Óháðir sérfræðingar telja að landsvæðið sé enn stærra.“

Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, sérfræðing hjá hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðing hjá leyniþjónustu danska hersins, á vef TV2.

Hann segir að hernaðarsérfræðingar beri hernað Úkraínumanna síðustu daga saman við best heppnuðu hernaðaraðgerðir síðari heimsstyrjaldarinnar eða í Yom Kippur stríðinu 1973.

Hann segir að rússneski innrásarherinn hafi flúið með skottið á milli lappanna undan sókn Úkraínumanna. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafi kallað þetta „skipulagðan brottflutning“ eða „taktíska aðlögun“ en í raun hafi algjör ringulreið ríkt. Mikið magn hergagna, sem Rússar skildu eftir, vitni um það. Meðal annars hafi þeir skilið fullkomna skriðdreka eftir og séu þeir tilbúnir til notkunar.

Snjöll hernaðaráætlun

Hann segir að sóknin í Kharkiv hafi beint kastljósinu frá sókninni í Kherson í suðurhluta landsins. Meðal annars hafi The Guardian sagt sóknina í Kherson vera „blekkingu“. Aðrir hafi sagt hana hafa stöðvast. Hvorugt sé rétt. Sóknin í Kherson sé ekki blekking og hún hafi ekki stöðvast.

„Bæði Kharkiv og Kherson leika mikilvægt hlutverk í velútfærðri áætlun Úkraínumanna,“ segir Kaarsbo. Hann bendir á að úkraínski varnarmálaráðherrann hafi margoft í lok júlí sagt að Úkraína myndi ná borginni Kherson á sitt vald fyrir lok ágúst. Það hafi ekki gerst en það hafi líklegast heldur ekki verið ætlunin. Ummæli ráðherrans hafi fengið Rússa til flytja fjölda hermanna frá Kharkiv til Kherson.

Það hafi haft tvennt í för með sér. Annað er að Rússar hafi ekki haft nægan herafla til að verja Kharkiv og það hafi sýnt sig síðustu daga. Hitt sé að með þessu hafi Úkraínumenn lokkað fjölmennt rússneskt herlið að ánni Dnipro í Kherson. Þar geti Úkraínumenn skorið á birgðalínur þeirra og haldið sókn sinni áfram af mikilli þolinmæði.

Ekkert bendi til að Rússar geti komið nægum birgðum yfir Dnipro og nú berist þær fréttir frá yfirstjórn úkraínska hersins í suðurhluta landsins að nokkrar rússneskar hersveitir reyni nú að semja um uppgjöf. Aðrar hafi hörfað í suður.

Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Rússar missa yfirráð yfir svæðinu norðan við ána.

Tjón Rússa

Hvað varðar tjón Rússa síðustu daga telur Kaarsbo ekki óvarlegt að áætla að um 2.000 hermenn hafi fallið á einni viku. Ekki sé vitað hversu margir hafi verið teknir höndum en reikna megi með að það sé mikill fjöldi.

Hann sagði að allt bendi til að 20.000 til 25.000 manna rússneskt herlið í Kherson bráðvanti birgðir og að hluti af þessu herliði sé nú að reyna að semja um uppgjöf. Óháð því hvernig þær viðræður fari, þá geti þessar hersveitir ekki sigrað. Besta von Rússa sé að þeir geti forðað hluta þeirra yfir Dnipro á prömmum í skjóli nætur.

Hvað gerist næst?

Hann segist vilja fara varlega í að spá fyrir um áframhaldandi sókn Úkraínumanna. Ekki sé víst að þeir hafi skipulagt meira en þessar tvær sóknir og erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi getu til að halda áfram.

Rökrétt sé að halda að það hafi þeir ekki en á hinn bóginn geti það verið þeirra hagur að notfæra sér örvæntingu rússneska hersins. Til dæmis gætu þeir sótt fram í Luhans þar sem Rússar virðist ekki hafa komið sér upp skipulegum vörnum.

„Ef Rússar draga ekki úr umfangi verkefnisins og leggja áherslu á að tryggja yfirráð yfir Krím, Maríupól og Donetsk, er það mitt mat að þetta sé upphafið að endinum. Ef þeir gera það ekki munu Rússar bíða enn fleiri stóra ósigra í haust. Þá höfum við ekki einu sinni rætt óróann bak við þykka veggina í Kreml. Þar er ekki rólegt þessa dagana!“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna