fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Stórar kanónur sækja um starf forsetaritara – Sendiherrann í Washington meðal umsækjenda

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ásókn er í embætti forsetaritara sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember sl. en listi yfir umsækjendur var í dag birtur á vefnum forseti.is.

Meðal umsækjenda eru Urður Gunnarsdóttir, fyrrum uppfulltrúi Utanríkisráðuneytisins, Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður viðskiptaþjónustunnar í utanríkisráðuneytinu og höfundur Íslandsdætra, Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, Kristján Guy Burgess fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar er hann var utanríkisráðherra, Sigurður Nordal hagfræðingur og fyrrum fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, og Davíð Stefánsson fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins. Þá vekur athygli að bæði Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington, og Hreinn Pálsson staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í borginni sóttu jafnframt bæði um starfið.

Starfinu hefur Örnólfur Thorsson sinnt í 15 ár en hann mun hætta störfum í mars á þessu ári en verður embættinu innan handar til 1. ágúst n.k. Starfið er nokkuð umfangsmikið og meðal embættisverka forsetaritara er stjórn fjár­mála, mannauðs og dag­leg­ störf­ á skrif­stofu for­seta og á Bessa­stöðum. Þá ann­ast for­seta­rit­ari sam­skipti við Alþingi, ráðuneyti, fjöl­miðla og sendi­herra er­lendra ríkja.

Æskileg­ar hæfnikröfur eru há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi, fjölþætt reynsla af stjórn­un, störf á alþjóðavett­vangi, mannauðsstjórn­un og stefnu­mót­un, leiðtoga­hæfni og færni í mann­leg­um sam­skipt­um. Þá er staðgóð þekk­ing á ís­lenskri stjórn­skip­un og stjórn­skip­un sögð æski­leg. Um­sækj­end­ur skulu hafa afar gott vald á ís­lenskri og enskri tungu í ræðu og riti, auk færni í a.m.k. einu öðru Norður­landa­máli.

 

Umsækjendur eru

Agnar Kofoed-Hansen
Andrés Pétursson
Anna Sigrún Baldursdóttir
Auðbjörg Ólafsdóttir
Auður Ólína Svavarsdóttir
Ásgeir B. Torfason
Ásgeir Sigfússon
Ásta Magnúsdóttir
Ásta Sól Kristjánsdóttir
Bergdís Ellertsdóttir
Birgir Hrafn Búason
Birna Lárusdóttir
Björg Erlingsdóttir
Dagfinnur Sveinbjörnsson
Davíð Freyr Þórunnarson
Davíð Stefánsson
Finnur Þ. Gunnþórsson
Gísli Ólafsson
Gísli Tryggvason
Glúmur Baldvinsson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðjón Rúnarsson
Guðný Káradóttir
Guðrún Björk Bjarnadóttir
Guðrún E. Sigurðardóttir
Gunnar Þorri Þorleifsson
Gunnar Þór Pétursson
Hanna Guðfinna Benediktsdóttir
Hans F.H. Guðmundsson
Hildur Hörn Daðadóttir
Hreinn Pálsson
Ingibjörg Ólafsdóttir
Jóhann Benediktsson
Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir
Jörundur Kristjánsson
Kristján Guy Burgess
Lilja Sigrún Sigmarsdóttir
Magnús K. Hannesson
Margrét Hallgrímsdóttir
Margrét Hauksdóttir
Matthías Ólafsson
Monika Waleszczynska
Nína Björk Jónsdóttir
Pétur G. Thorsteinsson
Rósa Guðrún Erlingsdóttir
Salvör Sigríður Jónsdóttir
Sif Gunnarsdóttir
Sigríður Helga Sverrisdóttir
Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
Sigurður Nordal
Sigurjón Sigurjónsson
Sigurjóna Sverrisdóttir
Sólveig Kr. Bergmann
Stefán Vilbergsson
Steinar Almarsson
Urður Gunnarsdóttir
Valdimar Björnsson
Þorgeir Pálsson
Þorvaldur Víðisson
Þóra Ingólfsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik