fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Eru áhrifavaldar að drepa Björnsbakarí? Voru snúðarnir ekki nógu glansandi? Sunna Karen gefur það í skyn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, vefritstjóri Fréttablaðsins, skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag. Þar færir hún rök fyrir því að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafi fellt Björnsbakarí. Rétt er að taka fram að enn eru tvær verslanir Björnsbakarís starfræktar, önnur á Hringbraut og hin á Seltjarnarnesi. Björnsbakarí á Fálkagötu skellti hins vegar í lás á dögunum.

„Gamalt og rótgróið fyrirtæki sem flestir Reykvíkingar þekkja skellti í lás í vikunni. Björnsbakarí lokaði dyrum sínum við Fálkagötu 18 í Vesturbæ Reykjavíkur eftir áratuga rekstur. Þriðja útibúið sem fyrirtækið lokar á undanförnum tveimur árum. Breyttar neysluvenjur og aukin samkeppni voru ástæður þess að reksturinn gekk ekki upp, að sögn eigenda fyrirtækisins,“ segir Sunna Karen.

Felldi Instagram Björn?

Hún spyr sig hví Björnsbakarí hafi hætt í ljós þess að önnur bakarí spretta upp víða. „Neysluhættir fólks hafa breyst svo um munar á undanförnum árum og eru tilefni til vangaveltna. Sennilega hefur vakning um heilsusamlegt mataræði spilað inn í þá staðreynd að Björnsbakarí heltist úr lestinni en á sama tíma spretta ný bakarí á borð við Brikk og Brauð & Co eins og gorkúlur í hverju hverfinu á fætur öðru. Hverju sætir?,“ spyr Sunna Karen.

Hún velti því fyrir sér hvort þetta sé samfélagsmiðlum að kenna. „Kannski spila vinsældir samfélagsmiðla eins og Instagram rullu. Eins dapurlega og það kann að hljóma þá þurfa fyrirtæki að takast á við þann raunveruleika að hið gamalgróna er ekki endilega komið til að vera,“ skrifar Sunna Karen.

Ekki nógu myndrænir snúðar

Sunna Karen bendir á að sum bakarí eru gömul meðan sum eru ný. „En hver er munurinn á rekstri þessara fyrirtækja? Annað er gamalt, hitt er nýtt. Bæði bjóða upp á súrdeigsbrauð og kanilsnúða, á meðan aðeins annað þeirra nýtir sér stafræna markaðssetningu og samfélagsmiðla. Þó ekki sé hægt að fullyrða um að samfélagsmiðlar hafi gert út af við Björnsbakarí þá má velta fyrir sér breyttu umhverfinu,“ skrifar Sunna Karen.

Hún veltir fyrir sér hvort vörur Björns hafi sýnt nægilega glansmynd. „Neytendur verða stöðugt kröfuharðari og fara fram á meira úrval, meiri gæði – og síðast en ekki síst myndræna framsetningu sem samræmist svokallaðri glansmynd sem margir viðhafa á netinu. Samhliða þessu þarf þjónustan að vera hágæða og vöruverð lágt. Hugsanlega verða þessar kröfur fyrirtækjum ofviða,“ skrifar Sunna Karen.

Varnarlaus gagnvart áhrifavöldum

Hún segir fyrirtæki eins og Björnsbakarí sífellt varnarlausara gagnvart svokölluðum áhrifavöldum. „Það liggur fyrir að fyrirtæki sem ekki fylgja stefnum og straumum hvers tíma eiga erfitt uppdráttar, ólíkt því sem tíðkaðist áður fyrr, þegar orðsporið eitt og sér dreif þau áfram og flutti fjöll. Núna hins vegar þurfum við að takast á við þá staðreynd að rykmoppur, matarolíur og maskarar rjúka út sem aldrei fyrr með tilkomu áhrifavalda á Instagram. Ásókn í veraldleg gæði eykst stöðugt og almenningur virðist nánast varnarlaus gagnvart taumlausum auglýsingunum sem sækja að úr öllum áttum,“ skrifar Sunna Karen.

Að lokum segir hún gagnrýna hugsun aldrei hafa verið mikilvægara. „Breytingar þurfa þó ekki að vera af hinu slæma enda hafa samfélagsmiðlar tengt neytandann og fyrirtækin betur saman. Hins vegar hefur gagnrýnin hugsun sjaldan verið eins mikilvæg, ekki síst vegna ákalls um breyttan lífsstíl og minni neyslu, og tímabært að staldra við og hugsa hvort raunveruleg þörf sé á nýjum andlitsmaska eða annarri flík í skápinn. Það er staðreynd að neysluhyggja hefur færst í aukana en með upplýstri umræðu og vitundarvakningu er hægt að sporna við þeirri þróun. Tækifærin í breyttu samfélagi eru endalaus. Grípum þau og nýtum til jákvæðra verka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður

Íslendingar umburðarlyndari gagnvart innflytjendum en áður
Fréttir
Í gær

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  

Sýnatökur gærdagsins metnar á 50 milljónir – Ekki búið að gefa út gjaldskrá  
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“
Fréttir
Í gær

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi

Segir að faðirinn og jafnvel móðirin verði pyntuð í Egyptalandi
Fréttir
Í gær

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“