fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Atli Fannar fékk mun hærri laun en Berglind – Eðlilegt, segir dagskrárstjórinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlli Fannar Bjarkason og Berglind Pétursdóttir eru þekktir og vinsælir dagskrárgerðarmenn í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar, Vikan. Bæði eru með innslög sem þykja fyndin. Seint á síðasta ári greindi Vísir.is frá því að styrr stæði um launamál þeirra hjá RÚV. Nú kemur fram í nýrri frétt á Visir.is að Atli Fannar fékk fyrir árið 2017 greiddar 3,45 milljónir króna sem verktaki fyrir vinnu sína í þættinum en greiðslur til Berglindar voru 2,15 milljónir. Er því ljóst að Atli Fannar var á mun hærri launum.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir við Vísi að launamunurinn sé ekki óeðlilegur og ekki sé um kynjamismunun að ræða. Vinnuframlag beggja hafi einfaldlega verið ólíkt. Innslög beggja í þættinum voru þó álíka löng en á meðan Berglind fór um víðan völl og tók fólk tali sat Atli Fannar í sjónvarpssetti og fór yfir fréttir vikunnar með sínum hætti.

Einnig kemur fram í frétt Vísis að laun Berglindar voru hækkuð haustið 2018 vegna aukins vinnuframlags hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhildur Gyða lýsir meintri árás Kolbeins – „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“

Þórhildur Gyða lýsir meintri árás Kolbeins – „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Már var áminntur af lögmannafélaginu fyrir miðnæturpóst á Facebook – Hegðunin sögð „ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“

Jóhannes Már var áminntur af lögmannafélaginu fyrir miðnæturpóst á Facebook – Hegðunin sögð „ámælisverð og ósamboðin lögmannastéttinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðbjörn sagði upp og flutti frá Bessastöðum eftir meinta kynferðislega áreitni samstarfsmanns – Ósáttur með viðbrögð forseta

Friðbjörn sagði upp og flutti frá Bessastöðum eftir meinta kynferðislega áreitni samstarfsmanns – Ósáttur með viðbrögð forseta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland keypti íbúðina sem hún leigði hjá Brynju eftir að hafa leigt hana í þrjú ár á þingmannalaunum

Inga Sæland keypti íbúðina sem hún leigði hjá Brynju eftir að hafa leigt hana í þrjú ár á þingmannalaunum