fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Eyjan
Laugardaginn 7. júní 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævintýri HC Andersens um nýju fötin keisarans heillaði mig í æsku. Ég dáðist að litla drengnum sem þorði að benda á það augljósa meðan allir hirðmennirnir lugu að hinum allsbera keisara. Hirðin sameinaðist í heilagri meðvirkni til að halda áhrifum sínum, tekjum og vinnu.

Bandarísk stjórnmál hafa alltaf vakið athygli hérlendis. Íslendingar fylgjast með kosningum og stjórnarháttum og hafa sterkar skoðanir á íbúum Hvíta hússins. Enginn Bandaríkjaforseti hefur náð öðrum eins óvinsældum og Dónald kallinn Trump og fyrrum aðstoðarmaður hans Elon Musk. Allir íslenskir fjölmiðlar eru sammála um að þar fari mikil fól sem reki opinbera starfsmenn úr stöðum sínum og skammi háskóla fyrir Gyðingahatur. Trump rekur ólöglega innflytjendur úr landi og talar tæpitungulaust um erlenda glæpahringi. Alvöruþrunginn fréttamaður/fréttaskýrandi áfellist forsetann í nær hverjum einasta fréttatíma RÚV.

Vegna starfs míns og fjölbreyttra áhugamála er ég í ágætum samskiptum við fólk af öllum stigum. Það hefur vakið athygli mína hversu margir opinberir starfsmenn þrá ekkert heitara en eitt stykki Trump til að taka til í íslensku atvinnulífi. Þeir lýsa flóknu kerfi þar sem hver silkihúfan er upp af annarri og engar ákvarðanir teknar. Fundafarganið er yfirgengilegt og lítið kemur út úr hráskinnaleik yfirmanna. Íslenska stjórnkerfið er svifaseint og ákvarðanafælið, þar sem margir orna sér við kjötkatlana án eðlilegs vinnuframlags. Útlendingamálin eru í ólestri. Fólk segir: „Báknið hefur blásið út á liðnum árum í þessari gósentíð millistjórnenda. Kerfið er farið að minna á gamla Austur Þýskaland með öllu sínu skrifræði og eftirlitsiðnaði. Okkur vantar mann eins og Trump sem gæti með einu pennastriki lagt niður nefndir og ráð, ónauðsynlegar stjórnir og vanvirka yfirmenn“

En enginn þorir þó að koma fram og benda á hinn nakta keisara og segja að hann sé allsber. Menn keppast því við að halda liðónýtu stjórnkerfi gangandi í mikilli meðvirkni. Allir fordæma Trump en þrá ekkert heitara en hann kom i og fleygi hinum bera keisara á dyr og hirðmannastóðinu í kringum hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Dauðinn og fíknin

Óttar Guðmundsson skrifar: Dauðinn og fíknin
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fyrrverandi þingmaður gengur af göflunum – nýr þingmaður gengur fram af fólki

Svarthöfði skrifar: Fyrrverandi þingmaður gengur af göflunum – nýr þingmaður gengur fram af fólki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin

Björn Jón skrifar: Uppgjörið við eftirhrunsmálin
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð
EyjanFastir pennar
11.05.2025

Björn Jón skrifar: Ísland og Rómarkirkjan

Björn Jón skrifar: Ísland og Rómarkirkjan