Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennarYfirstandandi kosningabaráttan hefur verið ákaflega leiðinleg. Frambjóðendur eru hræddir við að misstíga sig og segja eitthvað sem mögulega gæti túlkast sem kvenfjandsamlegt, rasískt eða móðgandi. Netið vakir yfir þegnum sínum og vegur og metur allt á vogarskálum pólitískrar rétthugsunar. Gott dæmi um þetta var kosningaslagorð Samfylkingar: „Sterk velferð, stolt þjóð!“ Netið gekk beinlínis af göflunum Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennarNýlega kom út í Noregi bókin Pabbi, um ævi og drykkjuskap gamals bekkjarbróður míns Kristjáns Guðlaugssonar. Bókina skrifar Mímir sonur hans. Kristján bjó í Noregi í fjöldamörg ár og Mímir lýsir vel einmanaleika og einangrun föður síns. Drykkjan ræður för og galeiðuþræll Bakkusar verður með tímanum óhæfur að lifa borgaralegu lífi. Hann hrökklast úr einu Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennarMestu hörmungar Íslandssögunnar eru án efa Skaftáreldar 1783. Stór gossprunga opnaðist í Lakagígum og spjó eldi og eimyrju yfir landið. Bændur og öll alþýða urðu fyrir gífurlegum búsifjum. Fjöldi fólks dó og bústofninn féll úr hor vegna elds og öskufalls. Byggðin í kringum Kirkjubæjarklaustur varð fyrir miklum skakkaföllum. Þann 20. Júlí 1783 voru allar líkur Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennarNýlega lést í Bandaríkjunum gamall skólabróðir minn, jafnaldri og vinur, Hjalti J. Guðmundsson. Hann fór til náms í Ameríku tæplega tvítugur og ílentist. Við skiptumst á skeytum og bréfum í fjölmörg ár. Hann var hægri sinnaður og fylgdi Trump að málum. Mér fannst gaman að skoða Trump-áróðurinn sem Hjalti sendi til mín og lesa skoðanir Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennarDanir voru á liðnum öldum ákaflega þreyttir á nýlendunni sinni norður í höfum. Þjóðin var óþreytandi að skrifa alls konar kvörtunarbréf til konungs. Danskir embættismenn skildu heldur ekki allan þann fjölda meiðyrðamála sem rekin voru í íslenska dómskerfinu. Íslenskir höfðingjar dvöldust langdvölum í Kaupmannahöfn í málarekstri út af tapaðri æru. Íslendingar hafa því alltaf verið Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennarAllir geðlæknar þekkja og hafa haft til meðferðar hjón í skilnaðarferli. Samskiptin eru tekin að súrna. Kynlífið er löngu týnt og tröllum gefið. Hjónin talast einungis við í einsatkvæðisorðum og skætingi. Fjarlægðin milli þeirra eykst með hverjum deginum. Andrúmsloftið á heimilinu er spennu hlaðið. Börnunum líður illa og hverfa inn í heim tölvuleikja og farsíma. Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Hápunktur sjúklingsferilsins
EyjanFastir pennarSíðustu 2-3 árin hafa dularfull veikindi gert mér lífið leitt. Nú liggur loksins greining fyrir eftir miklar rannsóknir. Mér var stungið inn í öll röntgenrör sem til voru í heilbrigðiskerfinu, blóð dregið og rannsakað og myndavéla-slöngum troðið inn í æðakerfið. Sýni voru tekin úr óaðgengilegum líffærum og rándýr meðferð loksins hafin. Ég fór á minn Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: 23. september 1241
EyjanFastir pennarFyrir nokkrum árum fór ég með aldurhniginn sænskan sagnfræðiprófessor að Reykholti. Þegar hann virti fyrir sér fjallasýnina báru tilfinningar hann ofurliði. „Þetta er landslagið sem Snorri sá þegar hann kom út á morgnana,“ sagði hann milli ekkasoganna. Snorri Sturluson, frændi minn, hefur ávallt verið mikils metinn í útlöndum. Á miðöldum var hann kallaður Heródótus eða Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Lögfræðingar og lögfræðiálit
EyjanFastir pennarEinn fremsti lögfræðingur í sögu landsins, Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli sagði í frægri ævisögu sinni þessi fleygu orð: „Allt orkar tvímælis sem gert er.“ Það eru tvær eða fleiri hliðar á hverju máli. Lögmenn eru sérfræðingar að finna og skilgreina þessar ólíku skoðanir sem hina einu réttu. Í yfirstandandi deilum innan ríkissaksóknaraembættisins og útlendingamála eru Lesa meira
Óttar Guðmundsson skrifar: Skoðanakannana-æði
EyjanFastir pennarFréttastofur fjölmiðla eru sérlega hrifnar af alls konar skoðana- og viðhorfskönnunum. Einu sinni var spurt um fylgi við einstaka stjórnmálaflokka en tímarnir eru breyttir. Neysluvenjur fólks er tíundaðar og skilgreindar, líðan fullorðinna og unglinga, hamingjustuðull heilla samfélaga og afstaða til ýmiss konar mála. Allt er þetta tilreitt af tölvuforritum og tengt öðrum breytum í sömu Lesa meira