fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Kosningaþáttur Eyjunnar: Milljarðar í snobbpartí og lúxus fyrir ráðuneyti og Seðlabankann en fólk hefur ekki þak yfir höfuðið

Eyjan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 17:00

Björn Leví og Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmeirihlutinn slær sig til riddara með því að samþykkja góðar þingsályktunartillögur frá stjórnarandstöðunni en meinar ekkert með því vegna þess að síðan eru verkefnin í raun sett ofan í skúffu vegna þess að þau fá ekki fjármagn. Á sama tíma er enginn skortur á peningum ef kaupa þarf húsnæði fyrir ráðuneyti í dýrasta húsi í bænum, halda snobbveislur í Hörpu upp á milljarða og dæla milljörðum í að innrétta Seðlabankann og kaupa lúxushúsgögn fyrir seðlabankastjóra sem skammast út í fólk fyrir að fara til Tene og sóla tærnar. Björn Leví, oddviti Pírata í Reykjavík Suður, og Inga Sæland, formaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík suður, eru gestir í kosningasjónvarpsþætti Eyjunnar.

Efnahagsmálin og húsnæðismálin eru stóru málin sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Þetta er samdóma mat Ingu Sæland og Björns Leví. Þar á eftir koma heilbrigðismálin, ekki síst geðheilbrigðismálin.

Björn telur umhverfismálin, sérstaklega loftslagsmálin, einnig verða áberandi. Þetta séu mál sem sérstaklega þurfi að kljást við núna, orkuskiptin. „Það væri góð hugmynd bara efnahagslega að fara í orkuskiptin. Við erum að eyða 100 milljörðum af gjaldeyristekjum á ári í það að kaupa olíu til landsins þannig að þó að við myndum eyða tífaldri þeirri upphæð í að fara í alger orkuskipti hér á landi þá myndi það borga sig upp á tíu árum, það er bara augljóst dæmi.“

Inga hristir hausinn og er greinilega ekki sammála áherslum Björns á loftslagsmál og orkuskipti.

Horfa má á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ_202_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ_202_NET.mp4

Þau vilja bæði gera átak í húsnæðismálum, segja ekkert minna duga. Inga segir stefnu Flokks fólksins í húsnæðismálum byggða á danska kerfinu, sem Ragnar Þór Ingólfsson, oddviti flokksins í Reykjavík norður, hafi kynnt sér rækilega sem formaður VR. Þetta kerfi þýði lægri fasta vexti til lengri tíma en þau þrjú til fimm ár, sem nú er hægt að festa vexti hér á landi.

Aðspurð hvort hægt sé að fjármagna þessi lán í því vaxtaumhverfi sem er hér á landi segir Inga að svo sé. „Það er hægt að fjármagna þau með því að vera ekki að keyra þau bara inn í bankana, sem mynda aldrei nokkurn tíma taka þátt í því, væntanlega, nema með aðkomu fleiri eins og lífeyrissjóða og sérstaklega ríkisins. Ríkið sjálft á að sjá til þess að grundvallar mannréttindum sé mætt, sem er að við höfum þak yfir höfuðið. Það liggur algerlega á borðinu að það þarf bara að forgangsraða fjármunum hér fyrir fólkið fyrst, ekki snobbpartí upp á tvo milljarða í Hörpu, sex milljarða í að kaupa einhverja snobbhill í nýja Landsbankahúsinu niðri við Austurbakka, nú svo ég tali ekki um 3,2 milljarða sem kostaði að innrétta Seðlabankann, svörtu loftin, með nýju flottu húsgögnunum og nýju flottu tölvugræjunum á sama tíma og seðlabankastjóri segir: Hey, góða fólk, þið viðhaldið hér verðbólgunni með því að fara til Tene og sóla á ykkur tærnar. Við erum að ganga í gegnum svo mikla mótsögn, það er verið að senda svo ofboðslega skringileg skilaboð út í samfélagið. Svo má ekki hækka bankaskatt, það má ekki hækka auðlindagjöld – þetta er galið hvernig þetta er rekið hérna.“

Björn segir það frumskyldu ríkisins að vera með gjaldmiðil, með hagkerfi sem virki fyrir fólk og þá sérstaklega fólk sem þarf að koma sér þaki yfir höfuðið og hafa í sig og á. „Við höfum heyrt einmitt að fátækt fólk eigi ekki að bíða eftir réttlæti, það var sagt hérna fyrir kosningarnar 2017, við sjáum hvernig það hefur gengið. Í rauninni hefur verið fjölgun í þeim hóp, bæði meðal barna og almennt, þannig að það hefur ekki gengið.“

Hann segir hluta vandans vera þá sýn sem þessir flokkar hafi á efnahagskerfið. Hann segir að þótt hátekjuskattur hafi komið á sé undanþáguleið frá honum í gegnum fjármagnstekjuskatt fyrir þá sem hafa þann möguleika að greiða sér út arð. Þeir sem eigi þess kost séu nær eingöngu í efstu tekjutíundinni. Þannig sleppi þeir við að borga hátekjuskattinn.

Inga tekur undir með Birni um að skattkerfið hygli þeim tekjuhærri á kostnað hinna tekjulægri. Hún minnir á að sá stjórnmálamaður sem sagði að fátækt fólk ætti ekki að bíða eftir réttlæti var engin önnur en Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í september 2017, og Katrín stýrði svo þjóðarskútunni í næstum sjö næstu ár.

Þau Inga og Björn eru mjög samstiga í því að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi brugðist bæði þingi og þjóð. Ekkert sé hreinlega að marka nokkurn skapaðan hlut sem frá þeim komi. Þá heykist ráðherrar á að fara eftir vilja þingsins. Bent er á nokkrar þingsályktanir sem samþykktar hafa verið en í raun settar ofan í skúffu í ráðuneytunum með því að stjórnarmeirihlutinn slái sig til riddara í þinginu með því að samþykkja t.d. umboðsmann aldraðra og öryrkja og MPA þjónustu við fatlað fólk en síðan séu þessi verkefni ekki fjármögnuð og komist því ekki í framkvæmd.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture