fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Sjö metra kyrkislanga gleypti konu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. október 2022 12:00

Þessi er nú bara stubbur miðað við risaslönguna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn leysti indónesíska lögreglan ráðgátuna um hvað varð um hina 54 ára Jahrah sem fór til vinnu á sunnudaginn en sneri ekki heim að vinnudeginum loknum. Hún starfaði á plantekru á Súmötru.

The Guardian segir að lík hennar hafi fundist í maga 7 metra langrar kyrkislöngu.

Jahrah fór til vinnu á sunnudagsmorguninn en þegar hún skilaði sér ekki heim tilkynnti eiginmaður hennar hvarf hennar til lögreglunnar. Mikil leit hófst þá og tók eiginmaður hennar þátt í henni. Hann fann skó hennar, jakka og verkfæri á plantekrunni.

Daginn eftir sást stór kyrkislanga á svæðinu og vaknaði strax grunur um að hún hefði orðið Jahrah að bana.

Hún var handsömuð og drepin. Þegar magi hennar var ristur upp fannst lík Jahrah að sögn lögreglunnar. TV2 skýrir frá þessu.

Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær bíta fórnarlömb sín samt sem áður yfirleitt áður en þær vefja sig utan um þau og kyrkja. Þær velja sér yfirleitt lítil dýr sem bráð, sjaldgæft er að þær ráðist á fólk en það gerist þó öðru hvoru.

Fyrir fjórum árum gleypti kyrkislanga konu á indónesísku eyjunni Muna. Ári áður gleypti kyrkislanga bónda á eyjunni Sulawesi.

Kyrkislöngur halda yfirleitt til í regnskógum og fenjamýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað