Jordan Pickford kom sér í sögubækurnar í sigri Englands á Wales í vináttuleik fyrir helgi.
Pickford stóð í rammanum oftar sem áður og hélt hreinu í 3-0 sigri á Wembley, þar sem Morgan Rogers, Ollie Watkins og Bukayo Saka skoruðu mörkin.
Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Pickford spilar og heldur hreinu með enska landsliðinu. Engum öðrum hefur tekist þetta.
England mætir Lettlandi annað kvöld og er sá leikur liður í undankeppni HM, en lærisveinar Thomas Tuchel hafa svo gott sem tryggt sér þátttökurétt á mótinu.
8 – Jordan Pickford is the first ever goalkeeper to keep a clean sheet in eight consecutive 90 minute appearances for the England men's team. Gandalf. #ENGWAL pic.twitter.com/o8JedXMAjg
— OptaJoe (@OptaJoe) October 9, 2025