Fyrrum knattspyrnustjórinn Ian Dowie stendur nú frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa verið kærður af breska skattayfirvaldinu HMRC, samkvæmt enskum fjölmiðlum.
Hinn 60 ára gamli Dowie á að mæta fyrir High Court á næstunni þar sem fjallað verður um hugsanleg fjárhagsvandræði hans. Atvikið kemur í kjölfar þess að fleiri fyrrum knattspyrnumenn hafa lent í svipuðum aðstæðum, þar á meðal goðsögnin John Barnes, sem var lýstur gjaldþrota í lok síðasta mánaðar.
Dowie, sem stýrði áður liðum eins og Crystal Palace og Charlton Athletic, hefur ekki þjálfað í rúm 15 ár, en fjárhagsvandamál hans eru sögð rekja má sín aftur til tíma hans hjá Palace.
Eftir starfslokin á Selhurst Park árið 2006 var Dowie dæmdur til að greiða háar fjárhæðir í lögfræðikostnað eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði blekkt félagið þegar hann samdi sig frá 1 milljón punda skaðabótaskilmála.
Dowie hafði þá yfirgefið Palace til að taka við Charlton, en fyrrum stjórnarformaður Palace, Simon Jordan, hélt því fram að hann hefði sagt ósatt um ástæður brottfarar sinnar. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði gefið rangar upplýsingar og fyrir vikið þurfti hann að greiða bæði sína eigin lögfræðikostnað og kostnað félagsins.
Lögfræðireikningarnir námu nærri 800 þúsund pundum, en árið 2008 náðu Dowie og Palace samkomulagi utan réttar um endanlega greiðsluupphæð.