Það fóru fram þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þar á meðal stórleikur Tottenham og Manchester United.
Man Utd byrjaði leikinn virkilega vel í kvöld á heimavelli Tottenham og leiddi 2-0 er flautað var til hálfleiks.
Jadon Sancho opnaði markareikninginn strax á sjöundu mínútu og undir lok hálfleiksins bætti Marcus Rashford við öðru marki.
Tottenham spilaði þó mun betur í seinni hálfleik og náði að skora tvö mörk til að jafna metin í 2-2.
Bakvörðurinn Pedro Porro skoraði fyrra markið snemma í seinni hálfleiknum og Heung Min Son gerði það seinna er 11 mínúitur voru eftir.
Stigið gerir ekki mikið fyrir Tottenham sem er sex stigum frá Man Utd sem er í Meistaradeildarsæti og á tvo leiki til góða.
Fyrr í kvöld var Newcastle í miklu stuði gegn Everton og skoraði fjögur mörk á Goodison Park í öruggum 4-1 sigri.
Newcastle er í þriðja sæti deildarinnar og er á leið í Meistaradeildina en Everton er tveimur stigum frá öruggu sæti og á í mikilli hættu á að falla.
Southampton virðist vera búið að segja sitt síðasta í deildinni eftir 1-0 tap heima gegn Bournemouth.
Southampton er sex stigum frá öruggu sæti eftir 33 leiki og virðist vera að kveðja úrvalsdeildina í bili.
Tottenham 2 – 2 Manchester United
0-1 Jadon Sancho(‘7)
0-2 Marcus Rashford(’44)
1-2 Pedro Porro(’56)
2-2 Heung Min Son(’79)
Everton 1 – 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’27)
0-2 Joelinton(’72)
0-3 Callum Wilson(’76)
1-3 Dwight McNeil(’80)
1-4 Jacob Murphy(’81)
Southampton 0 – 1 Bournemouth
0-1 Marcus Tavernier(’50)