Það er ánægja með Romeo Beckham hjá Brentford og vill félagið halda honum hjá sér. Telegraph segir frá þessu.
Eins og gefur að skilja er Romeo sonur goðsagnarinnar David Beckham.
Hinn tvítugi Romeo er í eigu Inter Miami í Bandaríkjunum en er á láni hjá Brentford, þar sem hann spilar með varaliðinu.
Inter Miami er einmitt í eigu föður hans.
Lánssamningur Romeo í Lundúnum á að renna út nú í lok tímabils. Félagið vill hins vegar halda honum hjá sér á næstu leiktíð.
Það verður áhugavert að sjá hvað framtíð þessa unga knattspyrnumanns ber í skauti sér.