Það kom upp skemmtilegt atvik þegar Tómas Þór Þórðarson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson hituðu upp fyrir leik Manchester City og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld fyrir Símann Sport.
City vann leikinn 4-1 og er komið í góða stöðu í toppbaráttunni en það var atvik í útsendingunni fyrir leik sem vakti athygli. Þá fengu þeir félagar góða sturtu frá vökvunarkerfi vallarins.
Þeir tóku þessu vel og höfðu gaman að.
Eiður Smári hefur nú birt myndband af atvikinu. Það má sjá hér að neðan.