fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur: Tvískinnungsháttur að hlusta hér á marga félaga sem hafa sagt dónalegri hluti – Auðmýkt ofnotað orð

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 31. desember 2018 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem mér finnst standa upp úr í þessu máli er skinhelgin og tvískinnungshátturinn að hlusta hér á marga félaga hans sem maður hefur setið með við svipaðar aðstæður og hlusta á þá segja dónalegri og grófari hluti.“

Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokksins í Kryddsíldinni á Stöð 2. Klaustursmálið var rætt í Kryddsíldinni í dag og var nokkuð sótt að Sigmundi Davið Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins. Þar var Sigmundur Davíð spurður út í möguleg málaferli gegn Báru Halldórsdóttur sem stóð að baki upptöku af samtali sex þingmanna á barnum Klaustri í nóvember. Spurði Heimir Már Pétursson Sigmund hvort það væri ekki svipað að bera hrís í eigin bálköst að fara í möguleg málaferli. Bára var boðuð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í síðasta mánuði en þingmennirnir segjast með þessu vilja fá aðgang að frekari upptökum af Klausturbar og telur Sigmundur með því að það muni setja málið í annað samhengi.

Sigmundur var þá spurður hvort þingmenn Miðflokksins hefðu sýnt nægilega mikla auðmýkt eftir að málið kom upp. Sigmundur svaraði:

„Þetta er ofnotaðasta orðið því það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Skilgreining á þessu orði virðist hafa misfarist á undanförnum árum. Þetta snýst um að upplýsa um málið í heild. Það er ákaflega skrítið að fólk sem telur í lagi að brjóta lög, brjóta mannréttindi til að upplýsa um allt, jafnvel einkasamtök, eitthvað fólk úti í bæ sem kemur málinu ekkert við og skaðar fólk með því, og að það fólk skuli leggjast gegn því að nýttar séu löglegar upptökur til að sína heildarmynd málsins.“

Hvað áttu við með löglegar upptökur spurði Heimir Már þá:

„Úr öryggismyndavélum. Út á það gengur málið að fá heildarmyndina. Fá upplýsingar um það sem raunverulega gerðist. Það á ýmislegt eftir að koma í ljós,“ svaraði Sigmundur og vildi meina að allt jákvætt og annað sem hefði getað skýrt umræðurnar hefði verið klippt út. DV hefur upptökurnar undir höndum. Þær eru tæplega fjórir tímar. Það er ekki rétt að allt jákvætt sé klippt út. Þar má heyra þingmennina einnig hrósa, þó hrósið beinist nánast fyrst og fremst gagnvart þeim sjálfum. Sigmundur Davíð sagði:

„Þetta var gert fyrst að pólitísku máli og mér finnst mikil synd, forseti þingsins meðal annars að hann ætli að breyta lögum til að geta haldið málinu áfram. Nú ætlar hann að boða til annarra pólitískra réttarhalda, hann var hún drifkrafturinn í því fyrra, nú ætlar hann að breyta lögum til að geta efnt til nýrra pólitískra réttarhalda þar sem hann ætlar að vera sjálfur í dómarasæti.“

Þá sagði Sigmundur:

„Ég von að ég hefði brugðist öðruvísi við ef aðrir þingmenn hefðu átt í hlut, ég held ég hefði gert það. Ég hef engan áhuga á að heyra allt það sem sagt er um mig þegar ég er fjarstaddur.“

Á öðrum stað sagði Sigmundur:

„Það sem mér finnst standa upp úr í þessu máli er skinhelgin og tvískinnungshátturinn að hlusta hér á marga félaga hans sem maður hefur setið með við svipaðar aðstæður og hlusta á þá segja dónalegri og grófari hluti.“

Halldóra Mogensen kvaðst þá aldrei hafa verið í slíku samkvæmi og Inga Sæland sagði þá að hann yrði að nefna nöfn þessara þingmanna og var afar ósátt við málflutning Sigmundar. Þessu svaraði Sigmundur Davíð að slíkt myndi hann gera síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi