fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 22:00

Libby og Abby. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudagurinn 13. febrúar 2017 var hlýr og snjólaus dagur í bænum Delphi í Indiana í Bandaríkjunum. Vinkonurnar Liberty German, 14 ára, og Abigail Williams, 13 ára, (yfirleitt kallaðar Libby og Abby) áttu frí í skóla þennan dag. Þær ákváðu að fara niður að hinni gömlu og aflögðu járnbrautarbrú Monon High Bridge. Ættingi skutlaði þeim og ákveðið var hvenær ætti að sækja þær.

Brúin, sem er frá 1891, er um 19 metra yfir jörðu og er næsthæsta brúin í Indiana. Fullkominn staður til að taka myndir til að birta á samfélagsmiðlum. En sú mynd sem á eftir að fá mesta athygli er ekki af Libby og Abby heldur af manninum sem talið er að hafi myrt þær.

Síðustu klukkustundirnar

Libby fæddist þann 27. desember 2002 og þann 23. júní 2003 kom Abby í heiminn. Þær gengu saman í barnaskóla í Delphi sem er lítill bær en þar búa tæplega 3.000 manns. Allir þekkja alla og ákveðin sveitastemning ríkti, þetta var lítið og öruggt samfélag þar sem fáir læstu útidyrunum á heimili sínum.

Libby og Abby voru bestu vinkonur, þær voru saman í skólahljómsveitinni og æfðu blak saman. Þær áttu einnig mörg sameiginleg áhugamál eins og ljósmyndum og handavinnu. Kvöldið fyrir frídaginn gistu þær heima hjá Libby sem bjó hjá afa sínum og ömmu.

Mánudagurinn var óvenjulega hlýr af febrúardegi að vera. Vinkonurnar byrjuðu daginn á því að borða morgunmat og ákváðu síðan að fara að Monon High Bridge til að taka myndir. Kelsi, eldri systir Libby, skutlaði þeim þangað þegar hún fór í vinnu.

Þær yfirgáfu bíl hennar klukkan 13.35 og ákveðið var að þær yrðu sóttar eftir nokkra klukkutíma. Kelsi kvaddi þær og ók af stað til vinnu, óafvitandi að hún myndi ekki sjá þær á lífi aftur.

Síðasta myndin.

Um hálfri klukkustund síðar, klukkan 14.07, birti Libby mynd af Abby á Snapchat. Hún er í bláum buxum, svörtum skóm með hvítum reimum, vínrauðri peysu og í gráum jakka. Hún er með hendur í vösum og horfir niður á meðan hún gengur eftir járnbrautarteinunum. Þetta var síðasta myndin sem var tekin af Abby.

Hvarfið

Klukkan 15.30 sat faðir Libby í bíl sínum og beið eftir stúlkunum en þær skiluðu sér ekki. Hann hringdi í farsíma hennar en ekki var svarað. Hann hugleiddi hvort þær hefðu villst. Klukkan 16.12 sá Kelsi að amma hennar var búin að hringja margoft í hana. Þetta vakti áhyggjur hjá henni því eitthvað mikið hlaut að vera að því amma hennar hringdi aldrei í hana á vinnutíma.

„Hefur þú heyrt frá Libby?“ sagði amma hennar örvæntingarfull í símann. Kelsi varð stressuð og hljóp út í bíl og var komin að brúnni um klukkan 16.30. Fjölskyldan hélt að stúlkurnar hefðu dottið í ána, villst eða misst farsímana í vatnið. Þau leituðu á svæðinu og kölluðu á þær en án árangurs. Að lokum var hringt í lögregluna.

Fréttin um hvarf stúlknanna spurðist fljótt út og fljótlega voru tugir manns komnir á vettvang til að leita að þeim með lögreglunni. Hlé var gert á leitinni um miðnætti því svæðið er erfitt og hættulegt yfirferðar í myrkri. Lögreglan taldi ekki að neitt saknæmt hefði átt sér stað og taldi að stúlkurnar hefðu sjálfviljugar látið sig hverfa.

Líkin fundust

Daginn eftir var Valentínusardagurinn, dagur elskenda, en í Delphi var þetta dagur hryllings. Dagur þar sem íbúarnir vöknuðu upp við vondan draum og áttuðu sig á að framvegis myndu þeir þurfa að læsa útidyrunum. Bærinn hafði verið sviptur sakleysi sínu. Þetta var dagurinn sem lík Libby og Abby fundust.

Leit hófst í birtingu, kafarar voru komnir á svæðið og drónar voru notaðir til að aðstoða leitarmenn. Fljótlega fannst skór. Skömmu síðar fundust lík stúlknanna um 800 metra frá brúnni. Bæjarbúar voru slegnir óhug, morðingi var meðal þeirra.

Daginn eftir birti lögreglan mynd af karlmanni. Myndin fannst á Snapchataðgangi Libby. Hún hafði verið geymd en ekki send. Gat hugsast að hún hefði tekið mynd af morðingja sínum? Lögreglan bað manninn um að gefa sig fram því hann væri lykilvitni í málinu.

Er þetta morðinginn? Myndin sem fannst á Snapchataðgangi Libby.

En maðurinn gaf sig ekki fram og fjórum dögum síðar sagði lögreglan að maðurinn á myndinni væri grunaður um að hafa myrt stúlkurnar. Í sjö daga héldu fjölskyldur stúlknanna að myndin af manninum væri eina sönnunargagnið sem lögreglan hefði fundið en þann 22. febrúar kom fram að Libby hafði einnig tekið rödd mannsins upp á farsímann sinn.

„Down the hill,“

hafði maðurinn sagt hátt og skýrt við þær. Lögreglan birti upptökuna opinberlega.

Teikningin sem lögreglan birti 2017.

Í október 2022 var Richard Allen handtekinn, grunaður um að hafa myrt stúlkurnar.

Mál hans er enn til meðferðar hjá dómstólum en það hefur einkennst af endalausum lagaflækjum. Í lok ágúst úrskurðaði dómari að upptaka af símtali Allen við eiginkonu sína, þar sem hann játaði að hafa myrt stúlkurnar, sé sönnunargagn sem má leggja fram fyrir dómi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þann 17. júlí birti lögreglan teikningu af hinum grunaða. Hann var talinn vera á milli 40 og 50 ára. Engar af þeim vísbendingum sem bárust komu að gagni.

Myndbandið

Það liðu tæplega tvö ár þar til lögreglan skýrði frá meiru um morðin. Þann 22. apríl 2019 birti hún nýja teikningu af manninum sem er grunaður um morðin en þá var haldinn fréttamannafundur. Doug Carter, hjá fylkislögreglunni, sagði þá að nýja teikningin væri nákvæmari. Nú væri maðurinn talinn vera á aldrinum 20 til 40 ára en líti út fyrir að vera yngri en hann er í raun.

Nýja teikningin.

Lögreglan birti einnig myndband sem Libby hafði tekið upp á farsíma sinn af manninum.

Á fréttamannafundinum ávarpaði lögreglan morðingjann beint. Hún sagðist telja að viðkomandi búi í Delphi og sé ekki í felum.

„Til morðingjans, sem gæti verið í þessu herbergi. Við teljum að þú leynist beint fyrir framan okkur. Í rúmlega tvö ár hefur þú hugsað með þér að við myndum ekki breyta aðferðum okkar. En það höfum við gert. Við höfum líklega yfirheyrt þig eða einhvern þér náinn. Við vitum að í þínum huga snýst þetta um völd og að þú vilt vita hvað við vitum. Dag einn muntu fá að vita það. Spurningin er: Hvað munu ættingjar þínir hugsa um þig? Þegar þeir komast að því að þú myrtir tvær ungar stúlkur á hrottalegan hátt. Aðeins hugleysingjar gera svona. Við erum viss um að þú hefur sagt einhverjum hvað þú gerðir – eða í það minnsta að þeir vita hvað þú gerðir. Að þú hefur hegðað þér öðruvísi eftir morðin.“

Enn óleyst

Málið er enn óleyst en athygli lögreglunnar hefur beinst að fjórum þekktum kynferðisbrotamönnum síðan það kom upp. Rúmlega 48.000 ábendingar hafa borist til þess.

Lögreglan hefur haldið spilunum þétt að sér allan þennan tíma og hefur aldrei skýrt frá hvernig vinkonurnar voru myrtar eða hvernig lík þeirra voru þegar þau fundust.

Það eina sem er vitað er að morðingjans er enn leitað og að allir íbúar í Delphi læsa útidyrunum sínum af ótta við morðingjann.

Byggt á umfjöllun: News.com.au, ABC News, WRTV Indianapolis, WLFI-TV, The Delphi Murders/Kendall Rae og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær