Flugfreyjur og -þjónar eru þjálfuð til að takast á við mörg ólík verkefni og viðskiptavini í háloftunum þar sem ekkert má fara úrskeiðis.
Flugfreyja Cathay Pacific fékk hins vegar ansi óvenjulegt verkefni í vikunni, og verkefni sem hún þarf líklega aldrei að leysa aftur. Flugfreyjan mátti halda við salernishurð vélarinnar sem losnaði þremur mínútum eftir að vélin var komin í loftið. Framundan 16 tíma flug frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong til John F. Kennedy alþjóðaflugvallarins í New York.
Á mynd má sjá flugfreyjuna sitja spennta í sæti sínu og halda við hurðina. Önnur sýnir starfsmenn reyna að reyna að koma hurðinni aftur á sinn stað.
Ekki er vitað hvernig hurðin losnaði eða hvort einhver var á salerninu þegar atvikið átti sér stað. Atvikið er í rannsókn að sögn flugfélagsins.