fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður í öryggisleit á flugvelli sem var rekinn úr starfi eftir meintan þjófnað á 300 dölum, þremur peningaseðlum, frá flugfarþega og að hafa borðað seðlana staðhæfir að hann hafi aðeins verið að borða súkkulaði.

Þann 8. september síðastliðinn var karlmaður að nafni Cai á leiðinni í gegnum Manila Ninoy Aquino alþjóðaflugvöllinn á Filipseyjum. Farangur hans var skoðaður af konu sem var starfsmaður í öryggisleitinni og segir Cai að eftir skoðunina hafi hann áttað sig á að peningaseðlar voru horfnir úr veskinu hans.

Cai var á vellinum um klukkan 8.20 að morgni og axlartaska sem hann hélt á var tekin í skoðun. Cai fór yfir hvort að allt væri í töskunni hans á eftir en sá að hann vantaði 300 dali. Eftir rannsókn á málinu var konunni vikið úr starfi, eftir að hún var ákærð vegna málsins, þar sem eftirlitsmyndavélar sýna hana gleypa það sem yfirvöld telja nú að séu peningaseðlarnir. Í myndbandinu má sjá konuna gleypa eitthvað og taka síðan nokkrum sinnum vatnssopa úr flösku til að ná að kyngja því sem hún gleypti.

Hin ákærða neitar ásökuninni og segist í vitnisburði hafa verið að borða súkkulaði. Rannsakendur vísa því á bug þar sem enginn borði súkkulaði með þessum hætti, því þurfi ekki að kyngja niður með ítrekaðri vatnsdrykkju.

Konan hefur ekki verið handtekin vegna málsins, enda mun það ekki vera heimilt þar sem hún var ekki staðin bókstaflega að verki við að éta peninginn. Cai hefur ekki lagt fram kæru gegn konunni, en rannsóknin í málinu felur í sér að mál 14 annarra flugvallaröryggisvarða verða skoðuð.

Í öðru myndbandi má sjá konuna fara yfir tösku Cai og halda einhverju í vinstri hendi við mitti og snúa sér síðan til hliðar. Samstarfsmaður hennar réttir henni vatnsflösku og síðar má sjá yfirmann konunnar eiga í einhverjum samskiptum við hana, en svo virðist sem konan sé að kafna á peningaseðlunum. Yfirmaður konunnar og samstarfsmanni hennar sem gaf henni vatnið hefur einnig verið vikið úr starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni