Auk beinanna voru bronsdiskur og úthöggvinn froskur hjá stúlkunni. Telja fornleifafræðingarnir að hugsanlega hafi þetta verið sett hjá stúlkunni til að tryggja örugga ferð hennar úr þessum heimi yfir í annan.
Gröfin fannst á svæði, þar sem unnið hefur verið við uppgröft síðan 2017, í Ainabulak. Það er þorp í austurhluta landsins. Þar hafa rúmlega 100 grafir frá Bronsöld fundist. Þar á meðal gröf stúlkunnar en hún fannst í byrjun ágúst að sögn The Astana Times.
Lítið er vitað um stúlkuna en sá fjöldi muna, sem fannst hjá henni, veitir ákveðnar vísbendingar um hlutverk hennar og stöðu í samfélaginu.
Hún var grafin á vinstri hliðinni og var með litla eyrnalokka í báðum eyrum og hálsmen.
Stúlkan var 12 til 15 ára þegar hún lést.