fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Stúlka var grafin með 180 ökklabeinum úr dýrum – Vísindamenn hafa sett fram kenningu um ástæðuna

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 15:00

Gröf stúlkunnar. Mynd:Kazakh Ministry of Science and Higher Education

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar í Kasakstan fundu nýlega gröf unglingsstúlku. Gröfin er frá Bronsöld en hún var frá 3200 fyrir Krist til 1000 eftir Krist. Það vakti sérstaka athygli að stúlkan hafði verið grafin með 180 ökklabeinum úr dýrum. Hafa fornleifafræðingarnir sett fram ákveðna kenningu um ástæðuna fyrir því.

Auk beinanna voru bronsdiskur og úthöggvinn froskur hjá stúlkunni. Telja fornleifafræðingarnir að hugsanlega hafi þetta verið sett hjá stúlkunni til að tryggja örugga ferð hennar úr þessum heimi yfir í annan.

Gröfin fannst á svæði, þar sem unnið hefur verið við uppgröft síðan 2017, í Ainabulak. Það er þorp í austurhluta landsins. Þar hafa rúmlega 100 grafir frá Bronsöld fundist. Þar á meðal gröf stúlkunnar en hún fannst í byrjun ágúst að sögn The Astana Times.

Lítið er vitað um stúlkuna en sá fjöldi muna, sem fannst hjá henni, veitir ákveðnar vísbendingar um hlutverk hennar og stöðu í samfélaginu.

Hún var grafin á vinstri hliðinni og var með litla eyrnalokka í báðum eyrum og hálsmen.

Stúlkan var 12 til 15 ára þegar hún lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni