fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Ætla að reisa þungunarrofsmiðstöð við ríkjamörk Texas í kjölfar úrskurðar hæstaréttar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 20:06

Þungunarrof er nú nær algjörlega óheimilt í 11 ríkjum Bandaríkjanna og bregðast sumir við með því að fara í órjósemisaðgerð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóri í Nýju Mexíkó, hefur skrifað undir tilskipun um að 10 milljónum dollara verði varið til byggingar þungunarrofsmiðstöðvar í Dona Ana sýslu, sem er við ríkjamörk Texas. Yfirvöld í Nýju Mexíkó reikna með auknum straumi kvenna frá nágrannaríkjum, þar sem þungunarrof hefur verið bannað í kjölfar úrskurðar hæstaréttar í júní þar sem það var lagt í vald einstakra ríkja að ákveða hvort þungunarrof sé heimilt, í þungunarrof.

Grisham, sem er Demókrati, sagðist reikna með að þungunarrofsmiðstöðin verði í Las Cruces, sem er næst stærsta borgin í Nýju Mexíkó. Hún sagði að þar geti bæði einkaaðilar og opinberir aðilar boðið upp á þjónustu, þar á meðal þeir sem neyðast til að hætta starfsemi í ríkjum þar sem þungunarrof hefur nú verið bannað.

The Guardian segir að nú hafi þungunarrof verið bannað að mestu í 11 ríkjum síðan hæstiréttur sneri úrskurði réttarins frá 1973 í máli Roe v Wade við í júni en úrskurðurinn frá 1973 tryggði konum rétt til þungunarrofs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu