fbpx
Sunnudagur 23.janúar 2022

texas

Hann lést í flugslysi 1999 – Mörg hundruð stuðningsmenn Trump biðu endurkomu hans á þriðjudaginn

Hann lést í flugslysi 1999 – Mörg hundruð stuðningsmenn Trump biðu endurkomu hans á þriðjudaginn

Pressan
04.11.2021

Á þriðjudaginn söfnuðust mörg hundruð stuðningsmenn QAnon-samsæriskenningarinnar saman við Dealey Plaza í Dallas í Texas en þar var John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, myrtur 1963. Ástæðan fyrir komu fólksins var að það var að bíða eftir að sonur forsetans, John F. Kennedy Jr., myndi birtast þar. En það þurfti ákveðna bjartsýni til að vonast eftir að hann léti sjá sig því hann fórst í flugslysi árið 1999, Lesa meira

Dómarar í hæstarétti virðast hafa efasemdir um þungunarrofslöggjöfina í Texas

Dómarar í hæstarétti virðast hafa efasemdir um þungunarrofslöggjöfina í Texas

Pressan
02.11.2021

Í gær hlustuðu dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna á málflutning lögmanna varðandi umdeilda þungunarrofslöggjöf í Texas en hún er sú harðasta sem er í gildi í Bandaríkjunum.  NBC News segir að meirihluti dómaranna hafi virst hafa efasemdir um uppbyggingu löggjafarinnar. Samkvæmt lögunum er þungunarrof nær algjörlega óheimilt eftir að hjartsláttur greinist hjá fóstri en það er yfirleitt á sjöttu viku meðgöngu. Á þeim tíma Lesa meira

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Pressan
19.10.2021

Kennarar í Southlake í Texas fengu nýlega fyrirmæli frá yfirmanni fræðslusviðs um að ef bækur um Helförina eru í kennslustofum þeirra þá einnig að bjóða upp á bækur þar sem „aðrar skoðanir“ koma fram. Gagnrýnendur segja þessi fyrirmæli vera „verri en fáránleg“ og segja „ámælisvert“ að neyða kennara til að afneita Helförinni með því að afneita sögulegum staðreyndum. Lesa meira

Dómari fellir nýja þungunarrofslöggjöf í Texas úr gildi

Dómari fellir nýja þungunarrofslöggjöf í Texas úr gildi

Pressan
07.10.2021

Robert Pitman, dómari við alríkisdómstól í Texas, felldi í gær nýja þungunarrofslöggjöf í Texas úr gildi. Löggjöfin tók gildi í september en samkvæmt henni var komið í veg fyrir nær allt þungunarrof í þessu næstfjölmennasta ríki Bandaríkjanna. „Þessi dómstóll getur ekki fallist á að samþykkja að svo mikilvæg réttindi séu afnumin í einn einasta dag,“ segir meðal annars í úrskurði Pitman. Þrátt Lesa meira

Beto O‘Rourke sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott ríkisstjóra í Texas

Beto O‘Rourke sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott ríkisstjóra í Texas

Pressan
21.09.2021

Beto O‘Rourke, fyrrum þingmaður Demókrataflokksins, er sagður ætla að bjóða sig fram á móti Greg Abbott, ríkisstjóra í Texas, í kosningum til ríkisstjóraembættisins á næsta ári. Axios skýrir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni. Fram kemur að O‘Rourke muni tilkynna um framboð sitt síðar á árinu. Matthew McConaughey, leikari, hefur einnig verið sagður íhuga framboð gegn Abbott sem er harðlínu Repúblikani. Hann hefur verið mikið í Lesa meira

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að vernda þungunarrofsmiðstöðvar í Texas

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að vernda þungunarrofsmiðstöðvar í Texas

Pressan
07.09.2021

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að gera allt sem í þess valdi stendur til að vernda þungunarrofsmiðstöðvar í Texas ef þær verða fyrir árásum á grundvelli nýrrar þungunarrofslöggjafar ríkisins. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Lögin eru mjög ströng en samkvæmt þeim er þungunarrof óheimilt eftir sjöttu viku meðgöngu og skiptir þá engu þótt um nauðgun eða Lesa meira

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Nú mega Texasbúar bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja þau

Pressan
03.09.2021

Á miðvikudaginn tóku ný skotvopnalög gildi í Texas. Samkvæmt þeim mega flestir íbúar ríkisins, sem eiga löglegt skotvopn, bera skotvopn á almannafæri án þess að hylja það og án þess að hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna. Sérfræðingar segja að þetta muni gera lögreglunni erfiðara fyrir við að vernda almenning fyrir ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er Lesa meira

Hæstiréttur neitar að stöðva gildistöku nýrra þungunarrofslaga í Texas

Hæstiréttur neitar að stöðva gildistöku nýrra þungunarrofslaga í Texas

Pressan
02.09.2021

Ný þungunarrofslög tóku gildi í Texas í gær. Samkvæmt þeim er bannað að binda enda á þungun eftir sjöttu viku meðgöngu og gildir þá einu þótt sifjaspell eða nauðgun hafi átt sér stað. Lögin eru ein þau hörðustu í landinu. Hæstiréttur hefur hafnað að taka málið fyrir og stöðva gildistöku laganna. Lögin koma í raun og veru Lesa meira

Þingmaður Repúblikana kennir svörtu fólki um fjölgun COVID-19-smita

Þingmaður Repúblikana kennir svörtu fólki um fjölgun COVID-19-smita

Pressan
23.08.2021

Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas, hefur þvertekið fyrir að biðjast afsökunar á ummælum sínum að aukningu COVID-19-smita og innlagna á sjúkrahús megi rekja til óbólusettra svartra Bandaríkjamanna. Í samtali við Fox News kenndi hann „samfélagsmiðlatröllum Demókrata“ um og sagði að „Demókratar haldi áfram pólitískum leikjum með líf fólks að veði“. Sylvester Turner, sem er Demókrati, svartur og borgarstjóri í Houston, sagði Lesa meira

Ríkisstjórinn í Texas er smitaður af kórónuveirunni – Andstæðingur sóttvarnaaðgerða

Ríkisstjórinn í Texas er smitaður af kórónuveirunni – Andstæðingur sóttvarnaaðgerða

Pressan
18.08.2021

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, er smitaður af kórónuveirunni og er nú í einangrun. Embætti hans skýrði frá þessu í gærkvöldi. Abbott, sem er Repúblikani, var bólusettur gegn veirunni á síðasta ári. Hann er sagður við góða heilsu og sýni engin einkenni smits. Eiginkona hans greindist ekki með smit og þeim sem hafa umgengist Abbott að undanförnu hefur verið tilkynnt Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af