fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Pressan

Í fjórða sinn í sögunni – Sjúklingur læknaður af HIV

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 19:30

Teikning af HIV veiru. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá 1988 hafði bandarískur karlmaður lifað með HIV-veiruna í líkamanum. Veiran veikir ónæmiskerfið og getur valdið AIDS sem getur dregið fólk til bana. Það er hægt að halda sjúkdómnum niðri með lyfjagjöf en almennt er ekki hægt að lækna hann. En nú hefur það samt sem áður tekist í fjórða sinn.

Maðurinn, sem um ræðir, er 66 ára. Eftir að hafa lokið meðferð í Kaliforníu gat hann hætt að taka lyf við HIV. BBC skýrir frá þessu.

Það var meðferð við öðrum sjúkdómi sem var lykillinn að lækningunni. Maðurinn greindist með hvítblæði fyrir þremur árum og það var meðferðin við hvítblæðinu sem læknaði HIV.

„Þegar ég greindist með HIV 1988 taldi ég, eins og svo margir, að það væri dauðadómur. Ég trúði ekki að ég myndi lifa þann dag að vera ekki lengur með HIV,“ segir í yfirlýsingu frá manninum.

Meðferðin við hvítblæðinu fólst í beinmergsskiptum frá gjafa sem er ónæmur fyrir HIV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður

200.000 Bandaríkjamenn gætu látist árlega af völdum hita ef hnattræn hlýnun verður 3 gráður
Pressan
Í gær

James Webb geimsjónaukinn gæti fundið ummerki um líf á jörðinni frá öðru sólkerfi

James Webb geimsjónaukinn gæti fundið ummerki um líf á jörðinni frá öðru sólkerfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir peningaþvætti og smygl á fólki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum

Óhugnaður í skátahreyfingunni – Skátaforingi nauðgaði tíu ára börnum