fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. nóvember 2022 08:00

Geimfar nærri tunglinu. Mynd:EPA/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur sett sér það markmið að senda fólk til tunglsins á næstu árum, í fyrsta lagi 2025. Verkefnið er í raun hafið því nýlega var Orion-geimfarinu skotið á loft með Artemiseldflaug. Flaug það að tunglinu og er nú á braut um það.

Um borð í geimfarinu eru brúður í mannslíki og eru þær notaðar til að mæla þau áhrif sem mannslíkaminn verður fyrir í geimferð af þessu tagi. Allt er þetta undirbúningur undir að senda fólk til tunglsins en þar hefur engin stigið niður fæti síðan 1972.

Um helgina setti geimfarið nýtt met að því að NASA sagði á Twitter. Þá var Orion í 409.508 km fjarlægð frá jörðinni en aldrei áður hefur geimfar, sem er hannað til að flytja fólk, farið svo langt frá jörðinni. Hraði geimfarsins var þá 3.174 km/klst.

Fyrra metið var sett fyrir rúmlega hálfri öld af Apollo 13 sem var mest í 400.171 km fjarlægð.

Orion snýr aftur til jarðar 11. desember og mun þá hafa lagt um tvær milljónir kílómetra að baki.

Í dag mun Orion síðan væntanlega bæta eigið met og komast í 438.568 km fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu