fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022

Tunglið

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Pressan
Fyrir 15 mínútum

Það gæti farið svo að fólk hafi tekið sér bólfestu á tunglinu fyrir lok þessa áratugar. Þetta segir Howar Hu, yfirmaður Orion verkefnis NASA. Orion er geimfarið sem var nýlega skotið á loft með Artemis-eldflaug. Var förinni heitið til tunglsins en þó var ekki lent þar að þessu sinni. Um borð í Orion eru brúður, í líki fólks, til Lesa meira

Suður-Kórea stefnir á tunglið

Suður-Kórea stefnir á tunglið

Pressan
Fyrir 1 viku

Suðurkóreskir vísindamenn ætla að reyna að kortleggja allar vatnsbirgðir tunglsins. Suður-Kórea blandar sér þar með í hóp þeirra ríkja sem hafa sent geimför til tunglsins eða hafa í hyggju að gera það. Þess dagana er Bandaríska geimferðastofnunin NASA að vinna við Artemis-áætlun sína en NASA stefnir á að senda fólk til tunglins á næstu árum og gengur verkefnið Lesa meira

Bein útsending frá geimskoti Artemis 1 – Fyrsta skrefið í að senda fólk aftur til tunglsins og síðan til Mars

Bein útsending frá geimskoti Artemis 1 – Fyrsta skrefið í að senda fólk aftur til tunglsins og síðan til Mars

Fréttir
29.08.2022

Klukkan 12.33, að íslenskum tíma, í dag verður Artemis 1 eldflaug Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída. Þetta markar upphafið að mönnuðum ferðum til tunglsins og síðan til Mars. Um 50 ár eru síðan bandarískir geimfarar voru síðast á tunglinu en ætlunin er að senda geimfara þangað innan fárra ára. Ferð Artemis 1 nú er undirbúningur undir Lesa meira

NASA sendir geimfar til tunglsins í febrúar 2022

NASA sendir geimfar til tunglsins í febrúar 2022

Pressan
30.10.2021

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti nýlega að Orion geimfari verði skotið á loft í febrúar á næsta ári og á það að fljúga hringi í kringum tunglið. Þetta er liður í því að senda fólk aftur til tunglsins. NASA segir að nú standi yfir lokatilraunir áður en geimfarinu verður skotið á loft í febrúar með svokallaðri Space Launch System eldflaug. Búið er að festa Orion geimfarið Lesa meira

ESA hyggst koma upp Internetsambandi og GPS á tunglinu

ESA hyggst koma upp Internetsambandi og GPS á tunglinu

Pressan
30.05.2021

Daglega notum við gervihnetti, sem eru á braut um jörðina, til margvíslegra hluta. Um þá fer mikið af fjarskiptum, beinar útsendingar í sjónvarpi og GPS-staðsetningarkerfið byggir á gervihnöttum. Í framtíðinni verður einnig mikilvægt að geta átt í álíka fjarskiptum á tunglinu og einnig þurfa geimfarar að rata þar um. Af þeim sökum ætlar Evrópska geimferðastofnunin ESA nú Lesa meira

Vilja reisa dómsdagshvelfingu á tunglinu

Vilja reisa dómsdagshvelfingu á tunglinu

Pressan
27.03.2021

Verkfræðingar vilja reisa dómsdagshvelfingu á tunglinu. Hana á að fylla með milljónum fræja, gróa, sæði og eggja frá hinum ýmsu tegundum hér á jörðinni. Þetta á að fela í stóru neti röra. Þessi dómsdagshvelfing á að vera erfðafræðilegur varasjóður ef eitthvað mikið myndi fara úrskeiðis hér á jörðinni. Hugmyndin er því í raun sú sama og er Lesa meira

Kínverjar og Rússar taka höndum saman um byggingu geimstöðvar á tunglinu

Kínverjar og Rússar taka höndum saman um byggingu geimstöðvar á tunglinu

Pressan
10.03.2021

Kínverjar og Rússar hafa ákveðið að taka saman höndum um að byggja geimstöð á tunglinu eða á braut um það. Rússneska geimferðastofnunin Roscosmos skýrði frá þessu. Fram kemur að Roscosmos og kínverska geimferðastofnunin hafi náð saman um að vinna saman að því að byggja geimstöð, annað hvort á tunglinu eða á braut um það. Hugsanlega munu önnur lönd og Lesa meira

Japanskur milljarðamæringur leitar að samferðafólki í tunglferð

Japanskur milljarðamæringur leitar að samferðafólki í tunglferð

Pressan
05.03.2021

Japanski milljarðamæringurinn Yusaku Maezawa leitar nú að átta manns til að fara með honum í ferð í kringum tunglið með geimflaug frá SpaceX. Hann keypti öll sætin í ferðinni sem verður farin 2023 í fyrsta lagi. Gengið var frá kaupunum 2018 og þá sagði Maezawa að hann hefði í hyggju að bjóða sex til átta listamönnum að koma með sér. Á Lesa meira

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Pressan
12.12.2020

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram. NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af