fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

NASA tókst að breyta braut loftsteins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 20:00

Teikning af loftsteinunum og geimfarinu rétt fyrir áreksturinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur vikum skall bandarískt geimfar á loftsteininum Dimorphos í 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hraði geimfarsins við áreksturinn var 22.520 km/klst. Loftsteinninn er 120 til 180 metrar að þvermáli. Geimfarið skall næstum því á miðju hans.

Þetta var í fyrsta sinn sem tilraun af þessu var gerð en tilgangurinn var að kanna hvort hægt væri að breyta braut loftsteinsins. Nauðsynlegt getur verið að grípa til slíkra aðgerða í framtíðinni ef hættulegur loftsteinn stefnir á jörðina.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA birt í gær fyrstu útreikninga sína á áhrifum árekstursins og sýna þeir að það tókst að breyta braut loftsteinsins og það meira en reiknað var með. Bill Nelson, forstjóri NASA, sagði að með þessu hefði NASA sýnt að stofnunin geti af alvöru varið jörðina fyrir loftsteinum.

Dimorphos er á braut um stærri loftstein, Didymos, eru þeir kallaðir tvöfaldur-loftsteinn. Fyrir áreksturinn tók það Dimorphos 11 klukkustundir og 55 mínútur að fara einn hring um Didymos. Nú tekur það 11 klukkustundir og 23 mínútur. Áreksturinn breytti því brautinni um 32 mínútur.

Nelson sagði að talað hafi verið um að ef það tækist að breyta brautinni um 10 mínútur væri það stór áfangi.

Það er ekki að ástæðulausu að NASA eyddi sem svarar til um 50 milljörðum íslenskra króna í verkefnið, sem nefnist DART, því ef loftsteinn á stærð við Dimorphos lendir á jörðinni getur hann eytt stórborg og valdið miklu tjóni. Loftsteinar af þessari stærð skella að meðaltali á jörðinni á 20.000 ára fresti.

Nú þegar er búið að finna um 60% af þeim loftsteinum, sem eru á stærð við Dimorphos, sem eru á braut nærri jörðinni. Búið er að finna rúmlega 90% af stærstu loftsteinunum, sem eru á stærð við þann sem útrýmdi risaeðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump