fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný eyja myndaðist í neðansjávargosi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 07:30

Nýja eyjan sem leit dagsins ljós fyrir skömmu. Mynd:Lauren Dauphin/NASA Earth Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neðansjávargos hófst nærri Tonga, sem er eyjaklasi í Kyrrahafi, þann 10. september síðastliðinn. Þá myndaðist lítil eyja í eyjaklasanum.

Tonga er í Kyrrahafi og kannski ekki land sem er oft til umræðu en margir muna kannski eftir öflugu eldgosi sem varð við eyjurnar í janúar. Þá myndaðist öflug þrýstibylgja sem fór tvo hringi um jörðina.

CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafi ný eyja myndast 10. september þegar neðansjávargos varð í eyjaklasanum.

Aðeins liðu ellefu klukkustundir frá því að eldgosið hófst þar til að nýja eyjan birtist á yfirborðinu að sögn NASA sem myndaði eyjuna með gervihnöttum sínum.

Eyjan stækkaði hratt að sögn NASA. Þann 14. september áætluðu jarðfræðingar á Tonga að hún væri orðin 4.000 ferkílómetrar. Þann 20. september var hún orðin 20.000 fermetrar.

Nýja eyjan er ofan á Home Reef neðansjávareldfjallinu við Central Tonga Islands.

NASA segir að fólk eigi ekki að taka of miklu ástfóstri við eyjuna því eyjur, sem verða til við gos í neðansjávareldfjöllum, séu oft skammlífar. En þær geta þó í sumum tilfellum verið sýnilegar árum og áratugum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar