fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Nýfætt barn hennar var tekið af henni – Það var upphafið að miklum harmleik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 05:30

Leiland-James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum dögum fyrir jól 2019 var sonur Laura Corkill tekinn með keisaraskurði. Laura hafði beðið hans með eftirvæntingu og hlakkað til að fara með hann heim. En það fór ekki þannig.

48 klukkustundum eftir fæðinguna var sonur hennar, Leiland-James Micheal Corkill, tekinn af henni af félagsmálayfirvöldum. Þau höfðu skoðað fortíð Laura og meðal annars séð að nokkrum árum áður hafði hún verið í ofbeldissambandi. Hún hafði þá sjálf beðið um aðstoð yfirvalda í von um að þau gætu aðstoðað hana við að losna frá ofbeldishneigðum eiginmanninum. En það fór ekki svo því félagsmálayfirvöld tóku börnin hennar en eftir sat hún.

Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að Laura hafi því óttast að Leiland yrði tekinn af henni en félagsmálayfirvöld fullyrtu að það yrði ekki gert. Félagsmálayfirvöld hafa hins vegar aðra sögu að segja og segja að Laura hafi verið sagt þrisvar á meðgöngunni að Leiland yrði tekinn af henni.

Það var síðan gert.

Eins og áður sagði var hann tekinn af henni 48 klukkustundum eftir að hann kom í heiminn. Átta mánuðum síðar hafði tekist að finna fósturfjölskyldu fyrir hann. Þann 22. ágúst 2020 var Leiland settur í umsjá fósturmóður sinnar, Laura Castle.

Laura reyndi að fá Leiland aftur næstu mánuði en það tókst ekki. Hún reyndi að fá að hitta hann, gjarnan að fósturmóður hans viðstaddri en tókst aðeins örsjaldan að fá það í gegn. Oftast var þessu aflýst. Uppgefnar ástæður voru fjölbreyttar, til dæmis að Leiland væri veikur eða að Laura Castle þyrfti að vinna.

Leiland-James.

 

 

 

 

 

„Ég fann á mér að eitthvað var að. Þeirri hugsun skaut sjálfkrafa niður í huga mér að hann væri beittur ofbeldi,“ sagði Laura Corkill.

Því miður hafði hún rétt fyrir sér. Í janúar 2021 var hringt í hana frá félagsmálayfirvöldum og henni tilkynnt að Leiland hefði verið lagður inn á sjúkrahús. Hún fékk ekki miklar upplýsingar. Laura Castle hafði sagt félagsmálayfirvöldum að Leiland hefði dottið niður úr sófanum og lent á höfðinu.

En sannleikurinn var miklu hryllilegri.

Laminn og hristur til bana

Leiland lést á sjúkrahúsinu. Það var Laura Castle sem hafði orðið honum að bana. Drengnum sem hún hafði tekið að sér og lofað að annast.

Krufning leiddi í ljós að Leiland hafði verið hristur harkalega og var með áverka á líkamanum sem voru eftir högg og annað ofbeldi.

Laura Castle var úrskurðuð í gæsluvarðhald og við réttarhöldin kom fram að hún var allt annað en góð fósturmóðir. Henni var lýst sem „sjálfselskri og ofbeldisfullri“. Hún hafði meðal annars tekið upp myndskeið af Leiland þegar hann grét og var miður sín. Hún hafði sent eiginmanni sínum skilaboð þar sem hún stærði sig af að hafa refsað Leiland en hann kallaði hún „afkvæmi Satans“.

Í einum skilaboðum skrifaði hún: „Í hreinskilni sagt þá líkar mér ekki lengur við hann, hann er bara algjör grenjuskjóða og ég sé virkilega eftir að hafa tekið þetta að mér.“

Laura Castle

 

 

 

 

 

Í öðrum skilaboðum játaði hún að hafa lamið hann margoft.

Í maí var Laura Castle dæmd í 18 ára fangelsi fyrir morðið á Leiland litla.

Móðir hans er að reyna að átta sig á málinu og því að hann var myrtur af fósturmóður sinni: „Af hverju var honum komið fyrir þarna? Af hverju tók það þau svo langan tíma að uppgötva að eitthvað var að? Þau hefðu átt að koma í veg fyrir þessa ættleiðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?