fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Góð tíðindi úr geimnum – Sæði geymist árum saman

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. janúar 2022 16:00

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir lengstu tilraun sögunnar í Alþjóðlegu geimstöðinni hefur komið í ljós að það dregur ekki úr gæðum sæðis að geyma það fryst úti í geimnum í sex ár.

Það voru japanskir vísindamenn sem gerðu tilraunina. Þeir frystu sæði úr 12 músum. Þrír skammtar af sæði úr hverri mús voru sendir til langtímageymslu í geimstöðinni og þrír skammtar voru geymdir á jörðinni.

Fyrsti skammturinn af sæði var síðan sóttur út í geiminn eftir eitt ár, næsti eftir þrjú ár og sá síðasti eftir sex ár. Sæðið var afþítt og síðan notað til að frjóvga egg kvendýra og einnig voru egg frjóvguð með sæðinu sem geymt hafði verið á jörðinni.  Eggjunum var síðan komið fyrir í „staðgöngumúsum“.

Að meðgöngu lokinni lá fyrir að geymsla sæðisins úti í geimnum hafði aðeins dregið smávægilega úr gæðum sæðisins. Ungarnir, sem voru búnir til með geimsæði, voru ekki með neina líkamlega galla. Þegar síðasta tilraunamúsin, sem var búin til með þessum hætti, drapst eftir um eitt ár lá fyrir að smávegis munur var á „jarðnesku“ músunum og „geimmúsunum“. Lífaldur „geimmúsanna“ var aðeins styttri.

Tilraunin sýnir að karlkyns geimfarar þurfa ekki að hafa áhyggjur af að geimferðir eyðileggi sæði þeirra og geri þeim þannig ókleift að eignast börn. Það er heldur ekki að sjá að neitt standi í vegi fyrir að hægt verði að taka fryst sæði með í langar geimferðir í framtíðinni og nota síðan til frjóvgunar á fjarlægum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn