fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Ný bók um Trumphjónin hræðir þau – „Það er ekki nægilega mikið vatn hér á jörðinni til að slökkva þá elda sem hún getur kveikt í Trump-heiminum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 05:53

I‘ll Take Your Question Now. Mynd:Amazon.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið er reynt til að útvega Trumphjónunum eintak,“ segir í umfjöllun Politico um nýja bók um hjónin en hún verður gefin út 5. október. Bókin, sem heitir „I‘ll Take Your Question Now“, er sögð hræða þau mikið því bókarhöfundurinn er Stephanie Grisham sem var fjölmiðlafulltrúi Donald Trump og starfsmannastjóri Melania Trump. Hún hefur unnið að bókinni með mikilli leynd og það var ekki fyrr en í síðustu viku sem fregnir um hana fóru að spyrjast út.

Óhætt er að segja að heimildarmenn Politico og Axios séu ekki sparir á lýsingarorðin þegar þeir lýsa bókinni og innihaldi hennar. „Það er ekki nægilega mikið vatn hér á jörðinni til að slökkva þá elda sem hún getur kveikt í Trump-heiminum,“ hefur Axios eftir fyrrum samstarfsmanni Grisham í Hvíta húsinu. „Það er erfitt að lýsa því hversu miklum áhyggjum hún veldur,“ sagði hann einnig.

Stephanie Grisham er eina manneskjan sem var í innsta hring starfsliðs Donalds og Melania. „Hún þekkir fjölskylduna vel og er ein af fáum utan hennar sem vann sér trúnaðartraust forsetafrúarinnar,“ skrifa Axios.

Axios segir að fáir hafi vitað að bókin væri í smíðum og að verkefnið hafi gengið undir dulnefni frá upphafi.

„Stephanie veit leyndarmál um Trump sem Melania veit ekki einu sinni um. Leyndarmál sem hann vill ekki að hún fái vitneskju um. Þau verða í bókinni,“ hefur Politico eftir heimildarmanni hjá bókaútgáfunni.

Melania og Donald Trump hafa að sögn áhyggjur af því sem fram kemur í bókinni.

 

 

 

 

 

 

Politico birti í gær stuttan útdrátt úr bókinni. Í útdrættinum er ringulreiðinni lýst daginn sem stuðningsmenn Trump réðust á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Grisham segir að þegar hún fékk upplýsingar um hvað væri að gerast við þinghúsið hafi hún sent Melania textaskilaboð þar sem hún spurði hana hvort „hún vildi skrifa á Twitter að allir Bandaríkjamenn hefðu rétt til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum en lögleysa og ofbeldi væri ekki líðandi“. Mínútu síðar svaraði Melania: „Nei.“

Grisham segir að Melania hafi verið í Hvíta húsinu þegar óeirðirnar hófust og hafi verið upptekin við ljósmyndatöku af mottu sem hún hafði valið.

Stephanie Grisham. Mynd:EPA

Nokkrum klukkustundum eftir að óeirðirnar brutust út sagði Grisham upp störfum í Hvíta húsinu. Hún segir að henni hafi verið mjög brugðið við að Melania taldi að umfangsmikil kosningasvik hefðu átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember og hafi hún þar verið sama sinnis og eiginmaður hennar sem hefur margoft haldið því fram að kosningasvindl hafi kostað hann sigurinn í kosningunum. Hann hefur ekki getað lagt neinar sannanir fram fyrir þessu og dómstólar hafa ítrekað vísað málum þessu tengdu frá.

Politico segir að eftir að fréttir um bókina spurðust út hafi margir þeirra sem störfuðu og starfa með forsetanum fyrrverandi haft samband við hana til að reyna að fá upplýsingar um hvort þeir komi sjálfir við sögu í bókinni.  „Hún veit að mikið er reynt til að fá eintak handa Trumphjónunum,“ skrifar Politico.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð
Pressan
Í gær

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook