fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Pressan

Ljónheppnir og stálheiðarlegir iðnaðarmenn gerðu merka uppgötvun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 13:00

Mynd úr safni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að þremur iðnaðarmönnum hafi brugðið mjög fyrir tveimur árum þegar þeir unnu að endurbótum á höll í norðvesturhluta Frakklands. Þeir fundu 239 gullmyntir í höllinni og er um einn merkasta myntfjársjóð sögunnar að ræða.

Hann verður seldur á uppboði síðar á mánuðinum og er áætlað að 300.000 evrur, sem svarar til um 45 milljóna íslenskra króna, fáist fyrir fjársjóðinn. CNN skýrir frá þessu.

Myntin var slegin á tímum Loðvíks XIII og Loðvíks XIV. Sú elsta er frá 1638 en sú yngsta frá 1692.

Höllin var byggð á þrettándu öld og var örugglega í eigu velstæðs fólks. Ekki er vitað hverjir áttu hana eða bjuggu í henni fyrr en frá og með lokum átjándu aldar og því er ekki vitað hver átti myntirnar upphaflega en ljóst má vera að viðkomandi hefur verið sterkefnaður.

Því sem fæst fyrir sölu þeirra á uppboðinu verður skipt á milli iðnaðarmannanna þriggja og eigenda hallarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn

Nýr banvænn sjúkdómur staðfestur í Danmörku – Leggst aðallega á eldri menn
Pressan
Í gær

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“

Vara við hættu á risaflóðbylgju vegna eldgossins á La Palma – „Líkurnar á risaflóðbylgju hafa aukist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld

Enn umlykur dulúð dauða Dag Hammarskjöld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp

Í 29 ár grunaði engan neitt en þá gafst hann sjálfur upp