fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Pressan

Þekktur andstæðingur bóluefna seldi sál sína – Fljótur að láta af andstöðu gegn greiðslu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 06:12

Piers Corbyn á fundi með grínistunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn þekktasti andstæðingur bóluefna í Bretlandi er Piers Corbyn, bróðir Jeremy Corbyn fyrrum leiðtoga Verkamannaflokksins. Í febrúar var Piers Corbyn handtekinn eftir að hann hafði líkt bresku bólusetningaáætluninni við útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. En nú hefur hann verið afhjúpaður sem hræsnari sem er reiðubúinn til að selja sál sína og láta af gagnrýni ef rétt upphæð er í boði.

Það voru tveir þekktir grínistar, Suður-afríkumaðurinn Josh Pieters og breski sjónhverfingamaðurinn Archie Manners, sem blekktu Corbyn upp úr skónum. Þeir létust vera kaupsýslumenn og sendu tölvupósta til Corbyn þar sem þeir buðust til að styðja baráttuna gegn bólusetningum fjárhagslega. Þeir félagar eru þekktir fyrir grínmyndbönd sín á YouTube.

Piers Corbyn mótmælir bóluefnum og bólusetningum. Mynd:EPA

Úr varð að þeir hittu Corbyn á kaffihúsi á Sloane Square í Lundúnum þann 30. júlí. Þar tók hann við umslagi, sem hann taldi innihalda 10.000 pund (sem svarar til um 1,7 milljóna íslenskra króna). Í staðinn fyrir peningana átti hann að hætta að gagnrýna bóluefni AstraZeneca opinberlega. Félagarnir sögðu Corbyn að peningarnir væru frá AstraZeneca. „Vá, þetta er ótrúlegt,“ sagði Corbyn þegar hann sá alla peningaseðlana og lagði áherslu á að hann væri ekki reiðubúinn til að láta af gagnrýni sinni á bóluefni. Það féllust „kaupsýslumennirnir“ á en sögðu að ef hann vildi fá peningana yrði hann að hætta að gagnrýna AstraZeneca og beina spjótum sínum að öðrum bóluefnum, til dæmis Pfizer/BioNTech og Moderna.

Pieters sagði að fjölskylda hans ætti vel rekna veitingahúsakeðju í Suður-Afríku og hefði hún fjárfest í AstraZeneca. Það er rétt því áður en þeir félagar hittu Corbyn keypti Pieters einn hlut í AstraZeneca.

Corbyn gekk í gildruna og byrjaði að skrifa lista yfir allt það jákvæða við bóluefni AstraZeneca. Með aðstoð vinkonu Pieters, sem átti leið hjá fyrir „tilviljun“, tókst félögunum að telja Corbyn á að stilla sér upp til sjálfsmyndatöku með þeim. Með þessu tókst þeim að beina athygli hans annað og á meðan skiptu þeir um umslag og tóku umslagið sem innihélt peningana og létu hann fá annað sem innihélt enga peninga. Skömmu síðar arkaði þekktasti andstæðingur bóluefna í Bretlandi af stað með það sem hann hélt vera 10.000 pund sem hann sagðist ætla að segjast hafa fengið frá veitingamanni.

Ekki náðist upptaka af honum þegar hann áttaði sig á að hann hafði ekki fengið peningana en á heimasíðu sinni „Stop New Normal“ réðst hann gegn myndbandinu sem grínistarnir birtu af honum og sagði það vera falsað. Mörg hundruð þúsund manns hafa nú horft á það.

Hér  fyrir neðan er hægt að lesa nýlega umfjöllun DV um andstæðinga bóluefna og bólusetninga og hvað rekur þá áfram.

Andstæðingar bólusetninga innanlands og utan – Hugsjónafólk eða peningafólk?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn