fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Þekktur útvarpsmaður og efasemdamaður um bólusetningu gegn COVID-19 lést af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 21:30

Phil Valentine. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Valentine, 61 árs útvarpsmaður í Nashville í Bandaríkjunum, lést á laugardaginn af völdum COVID-19. WWTN Radio, vinnuveitandi hans, tilkynnti þetta á TwitterValentine var þekktur íhaldsmaður og efasemdarmaður um bólusetningar gegn COVID-19.

Rúmur mánuður er síðan hann tilkynnti að hann hefði greinst með COVID-19. Í útvarpsþætti sínum hafði hann ítrekað gert lítið úr þörfinni á að láta bólusetja sig gegn veirunni og í desember sagði hann að hann teldi líkurnar á að deyja af völdum COVID-19 „líklega vera undir einu prósenti“.

En hann skipti um skoðun síðla í júlí þegar fjölskylda hans tilkynnti að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna veikindanna og að hann væri í „alvarlega veikur“. „Phil vill láta hlustendur sína vita að hann var aldrei „á móti bólusetningu“ en hann sér eftir að hafa ekki verið meiri talsmaður bólusetninga og hlakkar til að geta nýtt sér stöðu sína til að tala fyrir bólusetningum af meiri krafti þegar hann snýr aftur til vinnu ,“ skrifaði bróðir hans, Mark Valentine, þann 22. júlí.

„Hann viðurkennir að það að hann hafi ekki látið bólusetja sig hafi líklega orðið til þess að fullt af fólki lét ekki bólusetja sig. Hann sér eftir þessu,“ sagði Mark í samtali við CNN 26. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt