fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Pressan

Nauðgun og morð á 13 ára stúlku skekur Austurríki – Fjórir hælisleitendur grunaðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 05:54

Austurrískir lögreglumenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 26. júní síðastliðinn lést 13 ára austurrísk stúlka, Leonie, í íbúð í Wiener Donaustadt í Vínarborg. Henni hafði verið gefið mikið magn af Ecstasy og síðan nauðgað. Lík hennar fannst við tré í nærliggjandi almenningsgarði. Málið hefur vakið upp miklar umræður í Austurríki og fólki er illa brugðið.

Fjórir ungir Afganar eru grunaðir í málinu og sitja þrír þeirra nú í gæsluvarðhaldi en sá fjórði hefur ekki fundist en lýst hefur verið eftir honum á alþjóðavettvangi. Talið er að hann hafi flúið til Ítalíu.

Einn hinna grunuðu, 18 ára, bjó í íbúðinni þar sem stúlkunni var nauðgað og henni gefin eiturlyf. Þegar hann var færður fyrir dómara þegar gæsluvarðhalds var krafist yfir honum sagði hann að það hefði verið stúlkunni að kenna að hún lést. Hún hafi neytt eiturlyfja og hlaupist að heiman.

Lögreglan hefur verið spör á upplýsingar um málið en austurrískum fjölmiðlum hefur tekist að komast að hvernig atburðarásin var á grunni upplýsinga frá vinum og kunningjum stúlkunnar og vitnum.

Heute segir að stúlkan hafi búið í bænum Tulln, sem er norðan við Vínarborg, með fjölskyldu sinni. Hún er sögð hafa verið óstýrilát og hafi látið reyna á mörk margs. Hún fór að sögn oft til Vínarborgar þar sem hún hékk í einu samkvæmishverfa borgarinnar.

Hún þekkti einn hinna grunuðu, 16 ára Afgana. Kvöldið örlagaríka fékk hún fullorðinn vin sinn til að aka sér til Vínarborgar á tólfta tímanum. Þar hitti hún þennan 16 ára og fór með honum heim til þess 18 ára. Þar var henni gefið mikið magn af Ecstasy og síðan nauðguðu að minnsta kosti tveir af mönnunum henni. Því næst báru þeir hana niður í almenningsgarð þar sem þeir skildu hana eftir. Hún fannst um klukkan 7 og reyndu vegfarendur að veita henni fyrstu hjálp en án árangurs.

Tveir af hinum grunuðu hafa áður hlotið refsidóma í Austurríki og tveir þeirra ættu með réttu ekki að vera í landinu því umsókn þeirra um hæli hafði verið hafnað.

Málið hefur vakið mikla reiði og umræður meðal landsmanna og því hefur verið velt upp hvernig geti staðið á því að menn séu enn í landinu eftir að umsókn þeirra um hæli hefur verið hafnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni

Morð á ungum kennara vekur úlfúð – Myrt er hún var á heimleið úr vinnunni
Pressan
Í gær

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár

Sænski sóttvarnalæknirinn telur að ferðatakmarkanir muni verða í gildi í Svíþjóð í mörg ár