fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Unnu hetjudáð þegar hnífamaður réðst á fólk í verslun á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 07:03

Frá vettvangi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk og viðskiptavinir matvöruverslunar í Dunedin á Nýja-Sjálandi hafa verið hylltir fyrir fram göngu þeirra í gær þegar vopnaður maður réðst á fólk í versluninni og stakk. Hann náði að stinga fjóra áður en lögreglan kom á vettvang og handtók hann. Þrír eru alvarlega særðir en sá fjórði slapp betur frá árásinni.

Paul Basham, yfirlögregluþjónn, sagðist í samtali við nýsjálenska fjölmiðla vera búinn að horfa á upptökur úr eftirlitsmyndavélum og á þeim sjáist að starfsfólk og viðskiptavinir hafi unnið hetjudáð við að halda aftur af árásarmanninum þar til lögreglan kom á vettvang.

Hann sagði að þeir sem gripu til aðgerða gegn manninum hafi sýnt af sér mikla óeigingirni og hugrekki til að koma í veg fyrir að maðurinn gæti ráðist á fleiri.

Hinn handtekni er 42 ára og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Basham sagði að miðað við fyrirliggjandi gögn virðist sem um tilviljanakennda árás hafi verið að ræða, ekkert hafi komið fram sem bendi til annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli