fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Pressan

Leita að alþjóðlegum Legoþjófum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 16:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní á síðasta ári voru tveir karlar og ein kona handtekin í leikfangaverslun í Yvelines nærri París. Þau voru staðin að verki þar sem þau voru að stela Lego. Áður hafði sést til þeirra við sömu iðju í tveimur öðrum leikfangaverslunum. Talið er að fólkið tilheyri alþjóðlegum glæpasamtökum.

Le Parisien segir að þremenningarnir, sem eru frá Póllandi, hafi viðurkennt að tilheyra skipulögðum alþjóðlegum glæpasamtökum sem sérhæfa sig í að stela Lego. Fólkið bjó á hóteli í París og ók um á Audi. Það fór í leikfangaverslanir til að stela þessum eftirsóttu leikföngum sem voru síðan seld í Póllandi.

Franska lögreglan segist vera kominn nokkuð áleiðis við að leysa glæpahópinn upp en varar verslanir og almenning við hvað varðar kaup og sölu á Lego. „Það eru ekki bara börn í Legosamfélaginu, það eru margir fullorðnir sem byggja úr kubbum,“ er haft eftir lögreglumanni. Hann sagði einnig að þjófar hafi brotist inn á heimili fólks til að stela Lego. Eitt dæmi um slíkt er frá Svíþjóð en í janúar var brotist inn hjá Kent Larsson og Legosafni hans stolið en verðmæti þess var sem nemur um 600.000 íslenskum krónum að sögn Sænska ríkisútvarpsins.

En Legoþjófarnir í Frakklandi eru ekki þeir einu sem hafa stundað þessa iðju síðustu árin. Mörg dæmi er um slíka þjófa frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretland, Ástralíu og fleiri löndum. Í mars var maður handtekinn í Oregon í Bandaríkjunum grunaður um að hafa stolið Lego að andvirði sem nemur um einni milljón íslenskra króna. Oregon Live skýrir frá þessu. BBC segir að síðasta sumar hafi Lego að andvirði sem nemur um 74 milljónum íslenskra króna verið stolið úr lagerhúsnæði í Huddersfield á Englandi.

Lego heillar þjófa því það er dýrt og það er auðvelt að selja það á internetinu. „Það er svartur markaður fyrir allt, sérstaklega verðmæta hluti. Lego er „heitt“ því það er vinsælt og dýrt. Það er nánast útilokað að rekja það, það er ekki með raðnúmer, og auðvelt að selja,“ hefur Vice eftir Peter Simpson hjá lögreglunni í Portland í Bandaríkjunum.

Verðmætustu Legosettin eru í óopnuðum umbúðum en fyrir sum þeirra fást ótrúlegar upphæðir. Ástæðan er að Lego framleiðir settin bara í ákveðinn tíma og hættir síðan framleiðslu þeirra algjörlega. Það eykur verðmæti þeirra í augum safnara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma

Hið raunverulega Leðurfés – Skrímslið með merkti fórnarlömb sín með ryðguðum nöglum til að tryggja að þau myndu aldrei gleyma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri

Skelfilegt morðmál – Líkhlutum skolaði upp á land – Búið að fjarlægja líffæri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag

Orion-geimfarið setti met um helgina og slær það aftur í dag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“

Hvað er í gangi? – Í annað sinn á skömmum tíma sem hann sýnir „mest elskaða barnið sitt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu

Yfirmaður hjá NASA segir stutt í að fólk muni búa á tunglinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms

Telja að blanda ísbjarna og brúnbjarna muni ryðja sér til rúms