fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sjálfsmyndaglaðir ferðamenn gætu smitað górillur af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 18:00

Mathieu Shamavu og Ndakazi í bakgrunninum ásamt Nedze. Mynd:Twitter/Virungaþjóðgarðurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn, sem taka myndir af sér með villtum fjallagórillum, gætu valdið því að górillurnar smitist af kórónuveirunni og fái COVID-19. Þetta segja vísindamenn við Oxford Brookes háskólann á Englandi.

Þeir skoðuðu mörg hundruð ljósmyndir á Instagram af fólki sem hefur farið og skoðað fjallagórillur í austanverðri Afríku. Niðurstaða þeirra var að flestir hafi farið svo nálægt górillunum að þeir gætu smitað þær af veirum og sjúkdómum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. CNN skýrir frá þessu.

„Hættan á að sjúkdómar berist frá gestum í górillurnar er mikið áhyggjuefni,“ er haft eftir Gaspard Van Hamme, aðalhöfundi rannsóknarinnar, í fréttatilkynningunni. Hann sagði mikilvægt að áhersla verði lögð á að herða regluverkið í kringum heimsóknir á slóðir górilla og að reglunum verði fylgt eftir til að stofna þessum stóru öpum ekki í hættu en þeir eru í útrýmingarhættu. Talið er að 1.063 villtar fjallagórillur séu eftir í náttúrunni. Þær hafast við í þjóðgörðum í Lýðsstjórnarlýðveldinu Kongó, Úganda og Rúanda.

Vísindamennirnir skoðuðu 858 ljósmyndir sem voru birtar á Instagram frá 2013 til 2019 undir myllumerkjunum #gorillatrekking og #gorillatracking. Á 86% þeirra var fólk í innan við fjögurra metra fjarlægð frá górillunum og á 25 sáust ferðamenn snerta þær. Þetta segja vísindamennirnir að sé nægilega mikil nánd til að smita górillurnar.

„Við sáum að ferðamenn notuðu andlitsgrímur sjaldan og það eykur hættuna á að smit berist á milli fólks og górilla,“ er haft eftir Magdalena Svensson í fréttatilkynningunni.

Byrjað var að biðja ferðamenn að nota andlitsgrímur í heimsóknum til górilla áður en heimsfaraldurinn braust út sagði Svensson í samtali við CNN. „Þær eru svo skyldar okkur erfðafræðilega að þær geta smitast af flestu sem við getum smitast af, til dæmis inflúensu, Ebólu og kvefi,“ sagði hún. Hún lagði áherslu á að þar sem nú er vitað að górillur geti smitast af kórónuveirunni sé enn mikilvægara en áður að gestir noti andlitsgrímur þegar farið er á górilluslóðir.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf