fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Pressan

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 18:35

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf nýlega út fyrirmæli um að 50 milljón olíutunnur yrðu seldar úr varabirgðum Bandaríkjanna. Markmiðið er að reyna að halda aftur af miklum hækkunum á olíuverði um allan heim. Auk Bandaríkjanna hafa önnur stór lönd gripið til sömu aðgerða.

Biden sagði að það muni um þessar 50 milljón tunnur fyrir Bandaríkjamenn sem þurfi að kaupa bensín á bíla sína. Hann sagði að það muni líða einhver tími þar til fólk sér bensínverð lækka en það muni gerast. Á einu ári hefur verð á bensíni hækkað um 50%.

Vinsældir Biden meðal bandarísku þjóðarinnar hafa minnkað síðustu mánuði og þar eiga hækkandi eldsneytisverð og hærri verðbólga hlut að máli auk annarra þátta.

Biden sagði að verð á hráolíu hefði lækkað að undanförnu en ekki væri að sjá að það skilaði sér í verði olíufélaganna til neytenda.

Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Bretland hafa einnig gripið til þess ráðs að setja hluta af varabirgðum sínum á markað til að sporna við verðhækkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg myndgæði James Webb geimsjónaukans – Klessur verða að skínandi stjörnum

Ótrúleg myndgæði James Webb geimsjónaukans – Klessur verða að skínandi stjörnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri

Feðginin sögðu að hún hefði verið drepin af heimilislausum manni – Sannleikurinn var enn óhugnanlegri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls

Náði að rífa sig lausan úr kjafti krókódíls
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum

Óvænt uppgötvun um íbúprófen – Má ekki nota samhliða blóðþrýstingslyfjum